Raðróður um Reykjanes

09 mar 2009 04:24 #16 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Strákar, þetta var róður í lagi!
Frábært hjá Andra að finna upp á þessum raðróðrum.

Annað sem kom líka ágætlega út, var að Gísli K. var á fjarskiptavaktinni í landi og fylgdist með hópnum.

Endilega fá einhvern á svona vakt fyrir næsta raðróður ef mögulegt er. Þetta gefur ferðinni skemmtilega vídd og er líka ágætis öryggisviðbót.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2009 20:16 #17 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Þetta var skemmtilegur róður og gaman hvað margir tóku þátt. Kærar þakkir til Sviðamanna fyrir að leyfa okkur að nota aðstöðuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2009 20:03 #18 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Skemmmtileg tilbreyting að heimsækja Sviða og þeir öfundsverðir af sinni aðstöðu, skemmtileg staðsetning og timburpallur sem gott er að tipla á berfættur.(Tveir gleymdu skónum sínum i Geldinganesi)

Félagsróðurinn samanstóð af Herði, Eyma og Einari Fjölni sem fylgdu okkur að vesturenda Viðeyjar. Andri, Gauti bróðir hans, Orsi, Gunnar Ingi, Sveinn Axel, Gísli HF, Páll og undirritaður héldum norðurfyrir Engey og stoppuðum aðeins í Akurey þar sem var teygt úr ganglimum og pissað. Síðan var stefnan tekin á Gróttu. Einsog fram kom hjá Gísla var norðanfræsingur og aldan á hlið vesturfyrir Gróttu og þar sem hún var komin vel yfir 2m, en samt svo regluleg að hún var ekki sérstaklega varasöm eins og hún verður oft við í vestanáttum nær landi. Þessi vindátt er í raun hagstæð þegar farið er útfyrir Gróttu. Eftir að sveigt var í suður var þægilegt lens suðurfyrir nesið þar sem við áðum og hittum fyrir Gísla Reykjanesfara sem hafði reiknað út með mikilli nákvæmni hvar tekið yrði land.

Gauta fannst nóg komið og hélt heim á leið með Gísla.
Róið í spegilsléttu að Álftanesi og komið í Sviða um kl 1445. Annars er þetta vel dokumenterað í myndum þeirra Sveins Axels og Gísla Hf.
kveðja og takk fyrir mig,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2009 19:12 #19 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Óvænt sjólag frá Akurey og að Gróttu gerði róðurinn eftirminnnilegri, en annars rérum við í sléttu. Tók nokkrar myndir sem er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20090307Ra...GeldinganesAlftanes#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2009 06:09 #20 by Gíslihf
Þetta gekk vel og var rösklega róið 23 km. Við fengum óvænt NNA-öldu og vind á hlið á leiðinni frá Akurey að Gróttu og svo á eftir okkur, eins og sjá má á nokkrum myndanna hér.
picasaweb.google.com/gislihf/RaRoUrAlftanes#

Síðan var blíða og sléttur sjór yfir Skerjafjörðinn.

Kv.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2009 04:34 #21 by Gíslihf
Tengdasonur minn ætlar að koma með mér í Geldinganesið og taka bílinn og sækja mig á Álftanesið. Ég fer síðan með bátinn í Geldinganes þannig að það verða pláss með mér til baka. Ég held að best sé að hafa föt í þurrpoka og geta skipt um leið og komið er í land.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2009 03:56 #22 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Frábært, þið getið þá fengið far til baka með okkur ef þið viljið. Svo reynum við bara að fá fleiri til að sækja okkur ef einhverjir bætast við.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2009 03:21 #23 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Ég ætla að róa með ykkur og mér sýnist Svenni ætla líka samkvæmt Facebook.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2009 02:39 #24 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Veðurspáin fyrir morgundaginn lítur vel út NA 3 m/s á hádegi samkvæmt vedur.is en belgingur er örlítið svartsýnni en þeir segja 5-7,5 m/s. Vindáttin ætti samt að vera okkur frekar hagstæð. Ég er búinn að fá mann til að sækja okkur á Álftanes og skutla okkur inn í Grafarvog. Bíllinn hans tekur fjóra farþega. Ef við verðum fleiri en það þá þurfum við að gera einhverjar ráðstafanir til að koma okkur til baka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2009 02:59 #25 by Gíslihf
Ég stefni á að róa þennan spotta á laugardag.
Veðurspáin er gott vetrarveður, stillt og svolítið frost, hinsvegar er verri spáin fyrir sunnudaginn.
Fjara í Rvk. er um kl. 10 og háflóð um kl. 16.
Ef við róum inn í Skógtjörnina ættum við að hafa strauminn enn með okkur ef við verðun ekki of lengi á leiðinni.
Við höfum ekki lagt leiðina nákvæmlega, en við hljótum að teygja úr okkur á 2-3 stöðum og drekka kaffi á leiðinni, og ekki er líklegt að við förum beina stystu línu yfir Skerjafjörðinn heldur sveigjum nær Lönguskerjum.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2009 05:50 #26 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Raðróðurinn heldur áfram og næst ætlum við að róa frá Geldinganesi að aðstöðu kayakklúbbsins Sviða á Álftanesi. Leiðin er u.þ.b. 23 km.
Við ætlum að hittast kl. 9:30 á laugardagsmorguninn við aðstöðu Kayakklúbbsins á Geldinganesi, þá munu nokkrir fara af stað í þennan raðróður kl. 10 um leið og aðrir færu í venjulegan félagsróður.
Ef veðrið verður okkur óhagstætt þá frestast raðróðurinn og við förum í félagsróður í staðin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2009 06:16 #27 by palli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2009 22:31 #28 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Ég sé að Palli er búinn að henda myndunum inn, takk fyrir það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2009 06:47 #29 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Ég, Gísli og Friðrik lögðum af stað frá Kúagerði um hálf-ellefu leitið eftir að ég hafði runnið á rassinum langleiðina út í sjó við að bera bátana niður að fjöruborðinu. Ferðin sóttist hratt og vel fram að kaffistoppi við vitann á Vatnsleysuströnd en þegar þangað var komið höfðum við róið 10km. Við höfðum vindinn í bakið og róðurinn var þægilegur. Mikið fuglalíf er á svæðinu og fallegar skeljasandfjörur. Við tókum land í einni slíkri. Ferðin frá vitanum alla leið að Vogum var frekar erfið því við þurftum að róa á móti mjög sterkum vind og ekki bætti úr skák þegar fór að húðrigna. Þegar við komum að Vogastapa fór bjargið að skýla okkur fyrir rokinu. Fljótlega eftir að við komum að bjarginu fengum við óvæntan ferðafélaga sem fylgdi okkur alla leið til Njarðvíkur. Þetta var hvalur sem kom upp annað slagið fyrir framan okkur, aftan okkur og milli okkar. Síðasta skiptið kom hann svo nálægt Friðrik að honum stóð alls ekki á sama. Þá vorum við komnir á móts við Innri-Njarðvík og áttum smá spöl eftir.

Róðurinn tók fjóra tíma með kaffistoppi og við rérum 22km. Ég set myndir úr ferðinni á síðuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2009 00:01 #30 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Við ætlum að hittast við Kúagerði kl. 10 í fyrramálið og stefnan er tekin á Njarðvík. Ef ykkur langar að kíkja með og vantar fleiri upplýsingar þá er hægt að ná í mig í síma 6995449.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum