Kreppan er mætt

07 feb 2009 23:04 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Kreppan er mætt
Það er áhugavert að Ólafur sé að hugsa um unglingana eða byrjendur í róðrinum.

Hitt málið, með báta og búnað hef ég hugsað nokkuð um eftir að bankarnir hrundu. Ég var búinn að geta mér til að um 1000 kayakar væru í geymslum landsmanna, en eftir þessum tölum að dæma er nær lagi að þeir séu um 2000. Þeir sem stunda róður eru færri, nokkur hundruð, þótt góðviðrisdagar sumarsins séu taldir með. Það ætti því að vera grundvöllur fyrir skiptimarkað. Sölusíðan hér er ekki nógu öflug eða hvetjandi, gott væri að hvetja fólk til að láta vita af búnaði sem það vildi selja eða skipta á og svo væri hægt að setja upp lista, jafnvel með myndum eða tenglum á síðu framleiðandans. Þegar þessi listi væri skoðaður væri það eins og að kíkja á markað eða vörulista og hægt væri að gera tilboð eða óska eftir tilboði.
Þetta gæti einnig verið áhugavert fyrir þá sem eru á fullu í sportinu, alltaf þarf að endurnýja eitthvað eða bæta búnaðinn.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2009 06:56 #2 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Kreppan er mætt
Það var svo sem ekki við öðru að búast en að þetta hefði áhrif. En 270 þúsund finnst mér ansi dýrt. Og þá er eftir að kaupa ár, svuntu go fleira tilbehör.

Verðið á Prijon Seayak hér í Danmörku er 10.580 dkk. Það svarar til ca.208.000 ísk.

Íslenska krónan hjálpar ekki til, hvorki hjá náms- eða kajakfólki.

En varðandi báta sem seldir hafa verið og liggja ónotaðir, er ekki hægt að setja inn auglýsingu einhvers staðar? Það vantar jú flesta pening akkúrat núna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2009 21:02 #3 by olafure
Kreppan er mætt was created by olafure
Ég semsagt sótti um styrki til bátakaupa til að kynna sportið ungu fólki í landinu en hef ekkert frétt af umsóknunum. Þá eru bátar dýrari í dag, t.d. er hinn sívinsæli byrjendabátur Prijon Seayak auglýstur á 269 þúsund í dag en hann kostaði lengi 119 þúsund. Þetta er hækkun sem slagar upp í 150% þannig að staðan er þannig í dag að það er dýrara að byrja í sportinu og stunda það. Þetta er slæm þróun og spurning hvort klúbburinn eigi að leita leiða til að koma til móts við þá sem vilja kynnast því. Sjálfum finnst mér sportið lítið stundað, það er til mikið af bátum í landinu en þeir rykfalla og eru sjaldan sjósettir. Árið 2005 höfðu selst 1500 Seayak kayakar á Íslandi!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum