Fjöldi keppna sem telja til Ísl.meistara

12 feb 2009 19:19 #1 by olafure
Skemmtilegar pælingar. Ég veit ekki til þess að menn hafi verið að spá í stöðuvatnaróður. Það var ekki vegna einmanaleika sem ég var að minnast á barninginn heldur öryggið og sem hugmynd til að fá fleiri í keppni. Down river keppni er athyglisverður punktur. Kanarnir eru með fullt af keppnum sem eru á stórum ám, sumar sem taka nokkra dag. Svo er til meira brjálæði eins og \"The Sella\" á Spáni. Ég er á ólympísku greinunum, slalom, polo, K1(500, 1000, marathon). Kayak hentar Íslandi ágæta sem jaðarsport eins og handboltinn, t.d. fékk Togo sýna fyrstu medalíu á olympiuleikunum í pekin á Kayak, er þetta ekki borðlegggjandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 23:45 #2 by jsa
Tvær pælingar

1)
Hefur verið pælt í að halda \"sjókayak\" keppni á stöðuvatni (öðru en tjörninni)? Það gæti minkað barning í öldum og einmannaleika sem fylgir því að vera einn út á miðju hafi.

b)
Fyrir harðari ræðara mætti svo pæla í að róa niður á. Eitthvað létt eins og Hvítá til að byrja með, en mætti þróa það áfram í harðari áttir. Hér í útlöndum keppa menn á sérstökum down river kayökum, sem eru svo valtir að meðal sjókayak er stöðugur eins og bryggja í samanburðinum. Á þessum bátum er keppt í allt að class 4 ám.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 17:53 #3 by olafure
Ég held að það sé flóknara að setja báta niður í flokka en menn halda. Ég á bát sem er 520cm x 51 og er mun hraðari en Ocean báturinn minn sem er 650x50. Eins yrði erfitt að flokka bátinn hans Torben sem er aðeins 520cm en hann er hraðasti báturinn á landinu(fyrir þá sem geta róið honum). Til að fá fleiri keppendur þarf að hafa keppnirnar meira sexy, þ.e. ekki barning í gegnum öldurót einn úti á hafi(þó ég viðurkenni að það er stundum skemmtilegt) heldur við öruggar aðstæður. Ein skemmtilegasta keppnin núna er fyrir vestan á suðureyri en þar er tiltölulega örugg leið, keppendur eru vel sýnilegir alla leiðina og fullt af áhorfendum. Gallin er bara sá að það kostar að koma sér á staðinn og það tekur tíma.

Það sem gerðist í Bessastaðabikarnum er að ég eins og nokkrir aðrir sáum ekki leiðina í gegnum skerið enda ekki auðvelt að sjá það. Við rérum því um 400m lengra en hinir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 08:12 #4 by palli
Æjá, gleymdi einu. Varðandi þetta keppnisbrautarmál í Bessastaðabikarnum þá minnir mig að þar hafi verið um að ræða eftirfarandi (var ekki sjálfur á staðnum þannig að ég gæti farið með fleipur): Á a.m.k. einum stað á leiðinni, held að það hafi verið við Hliðsnes frekar en Hrakhólmana, voru sker akkúrat að koma upp úr þegar fyrstu menn komu að þeim. Þeir sem ekki sluppu þar yfir þurftu að taka á sig talsverðan krók út fyrir. Þetta þýddi að fyrstu menn sluppu í gegn og teygðist þá enn meira úr hópnum en ella. Ekki alveg sanngjarnt kannski, en örugglega erfitt að girða fyrir að svona lagað geti komið upp á. Líklega kemur jafnoft fyir að það sé að falla að á meðan á keppni stendur og þá getur komið fyrir að maður fái styttri róðraleið ef maður er með seinni skipunum. Ef reglur yrðu teknar upp af þessu tagi þyrti eiginlega að banna aftari mönnum að róa þar sem fyrstu menn komust ekki vegna flóðastöðu og þá færi þetta nú að flækjast verulega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 08:02 #5 by palli
Fínt að fá sem flesta umræðupunkta hingað inn sem ný keppnisnefnd getur haft til hliðsjónar fyrir ákvarðanir vegna fyrirkomulags keppna næsta sumar.

Forgjöf eins og Sveinn Axel talar um gæti verið einn möguleikinn til að jafna keppni. Þetta fyrirkomulag er jú notað í kjölbátakeppnunum en eykur flækjustigið náttúrulega nokkuð og lengd bátsins er jú bara einn af mörgum þáttum þegar kemur að eiginleikum sem gera báta mis hraðskreiða. Kitiwecinn minn er t.d. langur, 5.36m, en alveg svaðalega hægfara (nema á lensi). Þar kemur m.a. til að bananalagið á honum veldur því að sjólínan er mikið styttri en báturinn. Þá sjaldan ég keppi sjálfur, þá er það með svipuðu hugarfari og Rúnar lýsir hér að neðan, þ.e. maður veit af þessum mun milli báta og horfir á eigin árangur með þeim augum. Þetta horfir eðlilega öðruvísi við hjá þeim sem hafa metnað til að skora sem hæst en eru ekki á hröðustu bátunum.

Ný keppnisnefnd mun semsé taka þetta allt til skoðunar, en best að leiðrétta misskilning sem er hér að framan: Nefndir eru ekki kosnar á aðalfundi, heldur bara stjórn klúbbsins. Ný stjórn skipar svo í nefndir í framhaldinu skv. lögum klúbbsins (sem ég var einmitt að enda við að setja inn á heimasíðuna undir Klúbburinn - Lög Kayakklúbbsins).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 06:49 #6 by Ingi
Skynsamlegar tillögur hjá Sveini. Og svo líka að hafa brautina jafnlanga fyrir alla.:unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 04:01 #7 by SAS
Vegna fárra keppnanda, þá er vel hægt að taka undir að einhver flokkaskipting sé ekki góður kostur. En hefur þátttakan ekki minnkað með hverju árinu? Hvernig má auka þátttökuna?

Ein leið væri að jafna út þann mun sem óhjákvæmlega er á bátum vegna lengds, breiddar, hönnunar og efnisgerðar til að gera keppnir jafnari en þær eru í dag. Hafa Rapier og Ocean X bátar ekki einokað efstu 3 sætin í flestum keppnum síðustu ár?
Það hlítur einhver vera búinn að finna upp hjólið.

Ein leið væri að stilla upp keppni með einhverskonar forgjöf eins og er í golfinu. Allir bátar ræstir á sama tíma frá sama stað, keppnin yrði sexi eins og Orsi orðaði það á dögunum, þ.e. að sjá Romany, Seayak og Rapier saman við startlínuna. eins og áður.

En ákvarða úrslitin skv. forgjöf og keppnistíma. T.d mætti raða bátum í 3 flokka eftir lengd, dæmi
1. flokkur: <500-520 cm
2. flokkur: Flestir hefðbundnir sjókayakar.
3. flokkur: >550-570 cm


Niðurröðun í sæti væru reiknuð skv:
1. flokkur fengi frádrátt á róðrartíma sem nemur t.d. 0,5 km/klst hraða, þar sem bátar eru hægfarari en næsti flokkur.
2. flokkur héldi sínum tíma óbreyttum.
3. flokkur fengi bætt við sig tíma sem næmi t.d. 0,5 km/klst hraða, þar sem þessir bátar er hraðari.


Lengdir nokkra sjókayaka:

NDK Explorer 540
NDK Romany 489
Nordkap 548
Sardinia 518
Rapier 18 547
Rapier 20 609
Searover 525
Whiskey 488
XP 545
Seayak 490
Kodiak 518
Q-boat 548
Ocean X 640

Væri breyting sem þessi ekki tilraunarinnar virði, t.d. 1-2 keppnum?

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2009 18:59 #8 by Rúnar
Þeirri hugmynd var stungið að keppnisnefnd sl. haust að fjölga þeim keppnum sem gefa stig til Íslandsmeistara á sjókayak. Mér leist ágætlega á þessa hugmynd og taldi til að mynda að slíkt gæti aukið þátttöku í keppnum og gert Íslandsmeistarakeppnina meira spennandi.

Nú er ég hins vegar kominn á öndverða skoðun. Ástæðan er m.a. sú að það gæti reynst mörgum erfitt að taka þátt í öllum keppnunum, bæði vegna kostnaðar og ekki síður vegna tímaskorts. Ég ræddi við Halldór á Ísafirði og Steina á Egilsstaðahólmi í morgun og þeir sögðu að þeim litist illa á þessa hugmynd, ekki síst vegna þess mikla kostnaðar sem keppnismenn úr þessum landshlutum yrðu fyrir. Þar að auki töldu þeir að þátttakan myndi frekar dragast saman en hitt. Þess vegna held ég að við ættum að halda okkur við það fyrirkomulag sem verið hefur, þ.e. að þrjár keppnir gefi stig til Íslandsmeistara.

Hvað varðar upplýsingar hér að ofan um að hægt hafi verið að stytta sér leið í Bessastaðabikarnum þá verð ég að segja að ég hafði ekkert heyrt af þessu atviki. Hvað gerðist? spyr ég nú bara.

Ég tel ekki rétt að fjölga keppnum sem gefa stig til Íslandsmeistara því slíkt býður heim hættu á að keppendaliðið þynnist út - þ.e. að færri taki þátt í hverri og einni keppni. Hins vegar er sjálfsagt að reyna að kynna sportið með einhverjum hætti, t.d. með því að keppa um Veltubikar eða halda sýningu eins og Örlygur stingur upp á. Hvað um þyrlubjörgunarsýningu á sjómannadaginn? Ég geri ráð fyrir að sú keppnisnefnd sem verður kosin á næsta aðalfundi verði til viðræðu um að taka þátt í einhverju svoleiðis.

Hvað varðar skiptingu í bátaflokka þá held ég að það gangi tæpast þar sem keppendur eru jafnan afar fáir. Sjálfur keppi ég á ferðabát en ekki sérhönnuðum keppnisbát og mér er bara alveg sama þó keppnisbátaræðararnir séu alltaf á undan mér í mark. Það nægir mér að bera mig saman við aðra keppendur á ferðabátum og raða mér sjálfum í sæti eftir því.<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2009/02/10 11:05

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 feb 2009 16:33 #9 by olafure
Það væri óréttlátt að breyta hlutfalli keppna sem telja til stiga frá því sem er í dag. Hversu oft hefur það ekki komið fyrir að menn hafa ekki komist í keppni vegna veðurs eða annars. Mér finnst því að ekki eigi að breyta keppninni frá því sem er í dag. Einnig, ef það á að auka fjöldann á keppnum gæti það orðið of mikið álag á keppnisnefnd. Það má auka fjöldann af keppnum mín vegna en ég hvet til þess að keppt verði við aðstæður sem fleiri ráða við sem er ein leið til að fá fleiri í sportið. Það gerir líka mótshald auðveldara, t.d ef ræst er frá sama stað og endað er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2009 05:36 #10 by Orsi
Að halda róðrarkeppni á Reykjavíkurtjörn myndi væntanlega þýða meiri vinnu fyrir keppnisnefnd; að manna tímavörslu og allt þetta - sem er hið besta mál ef meira álag er á nefndina setjandi. Ég veit það ekki. Nema þá að sleppa einhverri annarri keppni. Gaman að heyra álit nefndarmanna á þessu.

Ef meiningin er að vekja athygli á sportinu og nota tjörnina, þá væri nú minni fyrirhöfn og um leið bitastæðara fyrir almenning ef um væri að ræða SÝNINGU með veltum og djöfulgangi. En þá er bara spurningin um drulluna. Ég myndi ekki setja dropa af tjarnarvatni á gallann minn. Hvað þá að fara með hausinn í kaf. Oj.

Sýning gæti þá verið í hafnarbakka á völdum dagsetningum, t.d. troða sér inn á menningarnótt í höfninn eða það sem gert hefur verið: kynningar hingað og þangað d. vetrarhátíð í Perlunni, Nauthólsvík - allt í samstarfi við borgina.


þannig að það er margt hægt að gera og hefur verið gert.

Síðan má ekki gleyma kynningargildinu með sundlaugaræfingunum.

En þetta með UMFI er bráðsniðug hugmynd sem flott væri að þróa áfram.

ítreka síðan að það er virkilega notalegt að sjá Rapire og Prijon saman á ráslínunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2009 05:09 #11 by olafure
Maður getur vel skilið þá skoðun að keppni milli venjulegra sjóbáta og hraðari báta sé ósanngjörn en mitt álit er að það sé ekki sá fjöldi keppenda í keppnum hér að það sé grundvöllur til að skipta niður í bátaflokka og aldursflokka. Svo er eitt að sigla hröðum bát við góðar aðsæður eða við slæmar aðstæður, þetta þarf að æfa sérstaklega og halda við. Ein hugmynd með hraðakeppni væri útsláttarkeppni á sömu bátunum, þ.e. ef klúbburinn ætti báta sem stefnt var að að kaupa. Ef það er eitthvað sem ætti að breyta að mínu mati væri reglurnar um báta, surfski eru á margan hátt öruggari en venjulegir kayakar og eru notuð í keppni við aðstæður sem eru mun erfiðari en keppt er í hér á landi. Á sléttu vatni eru þau álíka hröð og K1 bátar. Við þurfum að fá yngri iðkendur í íþróttina til æfinga og keppni í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Til þess þarf öruggar aðstæður og báta af sérstakri gerð. Til að sportið fái athygli þarf að gera keppnina meira áberandi. Hér væri alveg hægt að halda Reykjavíkurmarathon á kayak eins og tíðkast í öðrum borgum sem fær gríðarlega athygli. Hversvegna ekki að halda róðrakeppni á tjörninn? Hestamennirnir fengu allavega góða athygli í gær. Ein hugmynd til að fá fleiri yngri iðkendur í sportið væri að koma kayakkeppni í keppni á Landsmóti UMFí.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2009 07:17 #12 by Orsi
Öll mótin inn bara.

Nú erum við búin að kynnast 3/5 kerfinu.

Í 5/5 kerfinu er hugsanlegt að það verði ekki fljótasti ræðarinn sem hampi Íslandsmeistaratitli, heldur sá seigasti og stigahæsti. Og snýst þetta ekki hvort eð er um að safna stigum?
Þetta gæti haft skemmtilegar hliðarverkanir s.s. að fleiri seigir fari að blanda sér í toppbaráttuna. Og að keppnissumarið verði skemmtilegra.



Breytum til í 1-2 ár og færum okkur yfir í gamla kerfið ef nýja er ómögulegt. Þetta er sveigjanlegur klúbbur.

En þetta með að sjá rapier og romany stilla sér upp hlið við hlið á ráslínunni er alltaf jafn innilega notalegt. Mér þætti miður að sjá því breytt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2009 06:14 #13 by SAS
Er ekki ástæða til að skipta sjókayökum í amk 2 flokka, þ.a. hefðbundir sjókayakar, keppi ekki beint við lengstu bátana?

Að róðrarleiðin sé sú sama fyrir alla. þ.e. að ekki verði leyfilegt að stytta sér leið, sbr í Bessastaðabikarnum í fyrra.

Þá væri gaman að sjá einhverskonar brautakeppni, þar sem reyndi á tækni, beygjur, veltur, \&quot;Ferry gliding\&quot;, hraða ofl.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2009 22:40 #14 by palli
Sælinú.

Síðasta sumar töldu bara 3 bestu keppnir í sjókayak af 5 til Íslandsmeistara. Fram hefur komið sú tillaga að láta fleiri keppnir telja, a.m.k. 4 - jafnvel allar 5. Við munum ræða þetta á aðalfundinum þann 12. febrúar, en er sett hér fram svo áhugasamir geti spáð aðeins í þetta. Endilega komið með komment ef þið hafið.

Eins og ég sé þetta er kosturinn við að hafa bara 3 af 5 sá að þeir sem eiga ekki heimangengt á allar keppnir, sérstaklega þeir sem búa úti á landi, eiga þá raunhæfan séns á titlinum. Á móti kemur að þeir sem stunda keppnirnar af elju og mæta alltaf líða að vissu leyti fyrir þessar reglur.

Til upprifjunar þá voru keppnirnar í fyrra:
Reykjavíkurbikar, Geldinganesi
Sprettróður, Norðfirði
Bessastaðabikar, Álftanesi
10km róður, Suðureyri
Maraþon, Geldinganes - Hvammsvík

þ.e. þrjár á suðvesturhorninu, ein fyrir austan og ein fyrir vestan

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum