Öryggismálavangaveltur í skammdeginu

23 jan 2009 08:01 #1 by SAS
Mæli með að þið lesið hvað fest í fyrstu þremur BCU stjörnunum.

Ræðari með BCU 3* er hæfur til að róa í hóp sem er stýrt af reyndari ræðurum. Þarf að kunna nokkrar tegundir af beygjum, stuðningáratökin, sculling, stjórna bátnum örugglega án þess að nota stýri/skegg, taka veltu öðrum megin sem þarf ekki að vera örugg, kunna félagabjörgun vel, geta róið 15-18 km, þekkja ofkælingu og bregðast við henni, sýna róður í smá öldu, \"group awareness\" ofl Gleymi örugglega einhverju.

Námskeiðin 3 er fínn undirbúningur, en þar er farið yfir öll þau atriði sem skipta máli fyrir 3*. Fyrir 3* mat er oftast tekið 2 daga námskeið áður og síðan fer dagur í mat.

Kunnátta sem 3* ræðari þarf að kunna, er eitthvað sem ég tel, að allir ættu að stefna á, sem á annað borð eru að róa á sjókayak.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2009 05:54 #2 by valdiharðar
EUREKA!! Ingi hitti naglann á höfuðið.

Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mönnum sem eru í stakk búnir til að sækja sér 3 eða 4 stjörnur. Það eru hinir sem ég er með í huga. En ég vil nú heldur alls ekki mála skrattann á vegginn og ef til vill er þetta bara óþarfa röfl í mér. Það er bara þetta með að byrgja brunninn....

Ég er hinsvegar alveg tilbúinn til að taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir því að verzla einn útlending hingað með alla vasa fulla af stjörnum til að útbítta. Það væri gaman að sjá hvað aldur og fyrri störf færa manni margar stjörnur á bátinn.

Valdi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2009 04:58 #3 by Ingi
Er ég ekki að skilja þetta rétt með því að það eru aðallega tvö vandamál sem við erum að tala um hérna.
Annars vegar eru þeir sem róa töluvert og langar til að fá sína kunnáttu metna og læra atriði fyrir lengra komna og svo lágmarkskröfur sem nýliðar þurfa að uppfylla til að taka þátt í ferðum á vegum Klúbbsins?

Ég væri alveg til í að fá einhvern, annaðhvort útlendan eða bara Dóra eða Steina til að taka mig í gegn án þess að það yrði metið efir viðurkendum staðli. Draumurinn er að fara út og vera í þessum æfingabúðum sem margir eru búnir að fara í og koma með viðurkennda gráðu. Ég sé bara ekki að ég hafi efni á því á næstunni.

Hvað seinna atriðið varðar þá held ég að nýliðar fái kannski ekki mikla þjálfun í grunnatriðum hjá okkur í félagsróðrum þó að einhverjir séu að taka veltu sér til upprifjunar í lok ferðar. En væri ekki hægt að hafa t.d. tvær ferðir á ári sem væru sérstaklega hugsaðar fyrir nýliða og þá sem róa sjaldnar þar sem félagar færu yfir nokkur grundvallaratriði sem við viljum að fólk séu með nokkurn veginn á hreinu. Sú yfirferð væri að sjálfsögðu bara í boði klúbbsins og hægt væri að taka þessar æfingar upp og fjölfalda og hafa í gámnum þar sem mönnum væri frjálst að taka eintak og stúdera heima. Við erum hvort sem er alltaf að læra af hvort öðru og þessir stjörnum prýddu hafa verið ónískir á að leiðbeina hinum hingað til. En hvað það er helst sem ætti að fara yfir á svona æfingum verða aðrir að meta.

Ég hugsa þetta sem hreina viðbót við þau námskeið sem haldin eru nú á vegum klúbbsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2009 04:16 #4 by SAS
Klúbburinn gæti ýtt undir BCU stjörnugjöfina, t.d. með að fá BCU leiðbeinendur, innlenda sem erlenda,
sem hafa leyfi til að meta 3 og jafnvel 4 stjörnu ræðara. Sjálfur er ég ekki stjörnum hlaðinn, en hefði áhuga að bæta þar úr.

Í dag eru 3 námskeið í boði þvi fjórða má hugsanlega bæta við, sem hefði þann tilgang að fínpússa þá kunnáttu sem lærist á fyrri námskeiðunum þremur.

Bretarnir endurskoðuðu BCU stjörnugjöfina á síðasta ári. Og þær kröfur sem bretarnir gera, eru mjög raunhæfar og eðlilegar. Sjá nánar á
www.bcu.org.uk/tests-and-awards/personal...start-i-1-to-3-star/

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/01/22 20:18

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jan 2009 22:38 #5 by Jói Kojak
Þið talið um kostnað. Er það svo dýrt að flytja inn kennara til að halda námskeið á klakanum? Halda sig við t.d. BCU í stað þess að finna upp hjólið enn einu sinni. Dettur í hug sænsk straumvatnssíða, eða leiðarvísir um sænskar ár, þar sem þeir notast við sitt eigið system. Í staðinn fyrir gráður frá 0 til 6 er eitthvað allt annað númerakerfi. Sem enginn skilur almennilega nema nokkrir sænskir ræðarar. Kannski er þetta ekki sambærilegt akkúrat við það sem hér er rætt.

Valdi, danir eru gjörsamlega námskeiðssjúkirB)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2009 05:16 #6 by Gíslihf
Þetta er mikilvæg umræða og góðir pistlar.

Nú er dýrt að fara erlendis og því meiri ástæða en áður að við björgum okkur sjálf hér á Fróni með námskeið. Það sama gildir um búnað, við þurfum að hafa meiri markað með notaðan búnað sem víða leynist ónotaður, innflutningur er orðinn dýr.

Við eigum samt ekki að \&quot;finna upp hjólið\&quot; hér, heldur nota það sem best gengur erlendis, væntanlegta BCU, en með aðlögun hvað varðar staðhætti. Klúbburinn væri alls ekki með sér íslenskt stjörnukerfi, en það er mikilvægt að marka stefnu í þessum málum.

Þau námskeið sem eru í gangi eru nauðsynleg, en e.t.v. vantar svolítið meira, þá meina ég beinan undirbúing fyrir t.d. 4ra stjörnu próf sem einhverjir félagar í sportinu hér heima munu vera færir um. Hins vegar væri betra að fá erlendan aðila til að prófa nemendujr og taka kennsluna út.

Er ekki umræða í dagskrá aðalfundar? Getum við lagt upp tillögur fyrir aðalfund?

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 22:34 #7 by valdiharðar
Gaman að fá viðbrögð við vangaveltunum.

Ég er alveg sammála því sem Örsi telur fram sem vankanta á of stífu gráðukerfi. Þetta má ekki vera svo flókið, kostnaðarsamt og snúið í framkvæmd að það týnist í skriffinnsku og virki letjandi á klúbb og menn.

BCU gráðurnar eru að mínu mati annars eðlis og miklu meira \&quot;alvöru\&quot; og þær hefur allavega hingað til verið dálítið erfitt, allavega kostnaðarsamt, að sækja. Og í raun þekki ég það kerfi ekki nóg til þess til að geta dæmt um það til eða frá.(enda alls ekkert mitt að gera það)

Það er bara dálítill uggur í mér varðandi fjölmennar ferðir klúbbsins á alvarleg svæði. Sjálfur hef ég lent í því að fá á mig vindskell með hóp af misreyndum mönnum á stað sem ég vildi alls ekki fá þann skell. Þar snerist skemmtiferð á augabragði upp í andhverfu sína og það var í því tilfelli bara heppni (og ef til vill smá reynsla hjá mér) sem réði því að ekki fór illa. Klúbburinn er orðinn ansi fjölmennur sem er hið allra besta mál og reynsla og kunnátta margra orðin mikil. En kunnáttan er ekki almenn.

Personulega vildi ég, væri ég að stýra fjölmennri klúbbferð á svæði eins og Breiðafirðinum eða Ströndum, vita hvað ég hefði í höndunum þó ekki væri nema til þess eins að geta rökstutt þá ákvörðun mína að bíða ef mér litist svo á aðstæður. Auðvitað er það ekki í anda klúbbsins að læsa ferðum eða meina mönnum aðgang. En ef við erum hinsvegar að taka alvarlega tal um öryggisráðstafanir þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að gera kröfur til manna í samræmi við þær ferðir eða þau verkefni sem klúbburinn stendur fyrir.

Þessi þrennskonar námskeið sem Örsi talar um eru tilvalin til að nota sem grunn í einhverskonar staðal. Það er verið að kenna þau hvort sem er og því þá ekki að nýta þau (eða einhver sambærileg) til að gefa óreyndari meðlimum klúbbsins tækifæri til að fá útrás fyrir ákveðinn metnað....hafa markmið að vinna að.

Seisei.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 21:53 #8 by Orsi
Góð umræða. Fínar hugmyndir hjá Valda og mig langar að rýna til gagns í þær.
Það má benda á að námskeiðahald klúbbsins fer reyndar nokkuð nærri þessari meginhugmynd. Á námskeiðunum eru kenndir þrískiptir pakkar, byrjenda, veltu og loks áratækni framhald. Semsagt I, II og III. Að ljúka svona námskeiðum segir auðvitað margt til um færni viðkomanda þótt það segi ekkert til um ástundun sem er eitt það mikilvægasta. Og þetta gefur engar gráður.


Ef við förum að taka þetta lengra og taka fólk í gráðupróf utan við námskeiðin, þá vakna nokkrar spurningar. Brainstorming hér. (Ísl. Þankahríð)
-hverjir eiga að semja prófin og halda þau? Þessir sömu aðilar sem eru beðnir að gera allt hitt (nefndir, kennsla, róðrarumsjón, nýliðaþjónusta...osfrv.)
-á að innheimta próftökugjald? (þetta útheimtir vinnu)
-Nú er klúbburinn hluti af Siglingasambandi Íslands. Þarf að afla viðurkenningar þar á bæ fyrir svona löguðu - og ef já, eiga prófdómarar að skila skýrslum eða þvíumlíkt?
-Myndi klúbburin eiga að marka sér stefnu í flokkun ferða samhliða svona gráðukerfi t.d. með því að \&quot;læsa\&quot; tilteknum ferðum? Yrði það í anda klúbbsins?
-Myndi gráðukerfi klúbbsins letja fólk til að fara á BCU? Væri klúbburinn að búa til eitthvað tál? Já, eða væri þetta hrokafullt af klúbbi að innleiða gráðukerfi?

-Gera aðrir klúbbar svona? Fjallahjólaklúbbur, Ísalp, 4x4, LÍV osfrv.
-Er úr nægilegum mannskap að spila hja klúbbnum til að útfæra og framkvæma gráðukerfi?
-Væri klúbburinn að gera meira gagn með því að leggja meiri áherslur á kennslu og fræðslu - í stað þess að setja fólk í próf?


Þegar stórt er spurt.

En það hafa orðið amk. níu banaslys á kayak frá 1923. Maður spyr sig hvort fórnarlömbin hefðu verið betur settir með gráðu? Kannski. Eða gráðulausir en með kennslu og fræðslu. Ágæt dæmi er um fyrsta flokks ræðara sem eru ekki með gráðu. Það má benda á að BCU stjarna er að mínu mati lítils virði ef það er engin ástundun á bak við hana. Virkur 3 stjörnu ræðari með 40 daga á sjó síðustu 12 mánuði er miklu betri en óvirkur 4 stjörnu ræðari sem hefur ekki farið á sjó í 2 ár svo dæmi sé tekið. Þetta BCU er ekki einhlítt mál.

Nú er svo komið að varla líður það ár að ekki bjóðist BCU námskeið og próf hér á Íslandi. Það er því ekki eins og fólk þurfi að leggjast í ferðalög tl að ná sér í gráðu.
Og auðvitað skal nefnt að einnig eru til íslenskir kallar sem geta BCU gráðað fólk, Dóri á Ísafirði og Steini C.

Er það ekki eiginelga óþarfa fyrirhöfn að klúbburinn sé að stökkva fram með sérstakt klúbbgráðukerfi?


Gott framboð er kennslu og fræðslu hjá klúbbnum. Mætti samt vera meira. Félagsfundir og öryggisumræða þyrftu að komast á blað á ný. Það var eitthvað gert af þessu hér áður en hefur alveg dottið niður. Núverandi stjórn mætti t.d. leggja meiri áherslu á félagsfundi fyrir nýja og aðeins lengra komna. Í

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 07:15 #9 by Ingi
Athyglisverðar pælingar um þessi mál hjá Valda og fleirum. Ég held að það sem ýtti soldið við mönnum í þessu var að Gísla langaði til að fara aðeins lengra en venjulega og þá afhverju ekki hringinn í kringum landið?

Þá urðu þessar svaklegu umræður um hvað hægt er að gera með góðu móti og hverjir hafa kunnáttu osfrv.

Á þessum 10 árum sem ég hef stundað þetta sport hér við land finnst mér að það hafi orðið algjör bylting. Menn voru að gutla hér við ströndina í góðu veðri og ef veður var ekki hagstætt þá var ekki farið út og þá fórum við bara að hugsa um eitthvað annað. Nú hinsvegar eru menn ekkert að láta veður pirra sig. Farið er út um hverja helgi allt árið um kring og menn hafa bara gaman af, jafnvel þó að einhverjum hvolfi þá er það bara tekið eins og sjálfsögðum hlut. Dráttarlínur og hjálmar eru orðnir sjálfsagðir hlutir hjá mörgum og á æfingum í sundlauginni eru hlutir teknir föstum tökum. Allt er þetta til mikilla bóta og mér finnst að nú sé sportið að þróast í rétta átt. Frá þessum svaka hraða og keppnisanda í öryggi og fagmensku.(þó að öryggi og fagmenska hafi líka verið til staðar í keppnum)

Það skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir að nú eru margir vel skrifandi farnir að láta ljós sitt skína og það er vel.

Og eitt atriði varðandi LHG og björgunarsveitir. Ef hætta steðjar að þá er engin skömm að óska eftir aðstoð. Það þýðir ekki að menn eigi að vaða út í óvissu og tefla á tvísýnu, en ef að líf og limir eru í hættu þá eiga menn að kalla á hjálp.


kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 06:08 #10 by valdiharðar
Í kjölfarið af skemmtilegum vangaveltum um róður klúbbsins umhverfis landið í einhverju formi, samdrátt hjá gæslunni og almenn öryggismál hjá klúbbnum ætla ég að slá hér inn jafn óðum og ég hugsa það sem ég er að velta fyrir mér í þessum efnum.
Ég bjó um tíma í danmörku. Þar er kayakmenning mikil og klúbbar í hverri höfn. Reyndar róa þeir flestir forljótum blýjöntum sem eru svo viðkvæmir að það má varla anda á þá og vilja helst ekki sjá annað en sléttan sjó. Klúbburinn í Álaborg (þar bjó ég) gerir talsverðar kröfur til sinna félagsmanna hvað getu varðar og er með gráðukerfi innan klúbbsins. Hver gráða gefur viðkomandi viss réttindi. Til dænis þarf að hafa náð vissri gráðu til að mega róa yfir Limafjörðinn og ferðir eru mis erfiðar eftir því hvaða gráðustig þær eru fyrir. Nú dettur mér í hug ferð sem okkar góði klúbbur fór í á Breiðafjörðinn síðla síðasta sumars (ég var reyndar ekki í þeirri ferð) þar sem samankominn var stór hópur af mjög mis reyndum ræðurum. Ég þekki það af eigin reynslu sem leiðsögumaður í kayakferðum hjá Ultima Thule að stór hóður er skemmtilegur þegar vel gengur er getur verið mjög viðsjárverður ef eitthvað bjátar á.

Mikil umræða hefur verið undanfarin ár innan klúbbsins varðandi hinar margrómuðu BCU stjörnur og tel ég það mjög góða þróun að félagar klúbbsins sæki þær stjörnur ef kostur er. Þó ég hafi ekki fullkomna trú á því að þessi stjörnugjöf gefi alveg rétta mynd af getu hvers og eins þá er þarna kominn viss kvarði sem menn geta notað til að átta sig á því hvað viðkomandi á að kunna. Þetta er að því leiti sambærilegt við gráðugjöf dananna. Það er augljóslega mikill styrkur fólginn í því fyrir klúbbinn að vita til þess að stjörnum prýddir ræðarar séu þátttakendur í ferðum þar sem óreyndir eru einnig með.

Sjálfur ber ég enga stjörnu. Mér líður reyndar alls ekkert illa yfir því. Ég veit hvað ég hef gert á þeim 12 árum sem ég hef róið sjálfur eða \&quot;gædað\&quot; mis reynslulausum túristum um landið. Hinsvegar veit ég líka hvað það er mikilvægt að vita hverskonar hóp maður er með í höndunum þegar lagt er af stað. Sem gæd er þetta oftast ofur einfalt; það kann enginn neitt!. Þeir sem taka að sér fararstjórn í klúbbferðum eru í annarri og (að því er ég tel) í óþægilegri aðstöðu því þar eru oft samankomnir margir mis reyndir ræðarar og örugglega stundum einhverjir sem telja sig reyndari en þeir í raun eru. Þetta getur skapað óþægindi eða jafnvel vesen ef í harðbakkann slær.

Það sem ég velti því hér upp (eftir þessa langloku) er hvort heppilegt og einnig mjög skemmtilegt gæti verið fyrir klúbbinn að koma upp einhverskomar gráðu/stjörnukerfi fyrir klúbbmeðlimi. Það þarf auðviðað ekki að ganga eins langt og taka hlutina eins alvarlega og bretarnir gera en í mínum huga væri þetta mjög góð leið til að auka öryggi í klúbbferðum, og reyndar almennt í ferðum sem meðlimir klúbbsins fara í. Það mætti hafa stöðupróf á einhverjum tímapunkti á árinu þar sem viss atriði væru prófuð. Þetta gæti orðið hvatning fyrir menn(til dæmis gamla hunda eins og mig) til þess að dusta rykið af atriðum sem maður notar sjaldan og koma sér í form. Og auðvitað væri þá einfaldara fyrir klúbbinn (ef vilji væri fyrir hendi) að setja eihverjar kröfur ef stefnt er á ferðir sem gætu reynst krefjandi.

Þetta var ég að hugsa. Nú er að sjá hvort einhver nennir að lesa þetta :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum