HALDIÐ AÐ SÉ FLOTT!!

18 jan 2009 05:46 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Góður undirbúningur
Takk fyrir góðan pistil Orsi. Beðið er um gagnrýni, umræðu o.fl. Hér er ekki gagnrýni, heldur nokkrir tengdir þankar.

Ef við lesum ferðasögu afreksfólksins F+G sem „fundust“ á Rauðasandi sumarið 2007 (óþarfi að þau finni þennan pistil á Google), sjáum við að þau voru sármóðguð yfir því að verið væri að leita að þeim, leitarmenn og fréttamenn trufluðu hvíld þeirra og þeim fannst lögreglan, vera að beita þau valdi með því að neyða þau til að skrifa undir loforð um að vera í daglegu sambandi við Skylduna. Það má vel setja sig í þeirra spor og auk þess héldu þau að allt væri í lagi. Hraðakappið var hins vegar svo mikið að samskiptin voru ekki prófuð neitt sérstaklega. Frá okkar hlið líta hlutirnir hins vegar út eins og Örlygur greinir frá.

Atriðin sem Örlygur telur upp til að auka öryggi eru í símskeytastíl eftirfarandi: Kunnátta – kunnátta – kunnátta – þekking – kunnátta – róðraráætlun – veðurspá. Með því að telja þetta svona upp sjáum við að fræðsla og þjálfun er það besta sem Kayakklúbburinn getur gert til að stuðla að öryggi.
Við þennan lista má augljóslega bæta klæðnaði og samskiptabúnaði og fræðslu um notkun hans og jafnvel stefnumörkun um slíkan búnað fyrir ræðara á Íslandi hugsanlega í samráð við þá aðila sem vinna að leit og björgun. Um þetta hafa aðrir félagar skrifað hér, en þótt ég taki undir orð þeirra vil ég leggja áherslu á að þegar um rötun og siglingafræði er að ræða að nýjasta tækni er viðbótarbúnaður, við þann grunnbúnað (seguláttaviti) og færni sem við eigum alltaf að hafa á valdi okkar. Þetta kalla flugmenn „basic instruments“ og þau virka þótt rafmagnið fari af. Hér er slóð til að sjá SPOT merki frá pari sem er að róa umhverfis Falklandseyjar núna en allir geta fylgst með þeim á netinu: share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...bGSf28jIIByz3mAOEeoG

Palli nefnir öryggisstefnuna, en í þeim litla hópi, sem hittist til að ræða saman um öryggismál, áður en Örlygur settist við að semja textann, var einungis verið að ræða um hina vikulegu félagsróðra á vegum klúbbsins. Við vorum hræddir um að ýmsum líkaði ekki sú forsjárhyggja að þeir mættu ekki róa eftir eigin höfði þótt þeir væru félagar – hins vegar eru félagsróðrar þar sem nýliðum er sérstaklega boðið að vera með þannig, að fólk einfaldlega treystir okkur fyrir lífi sínu eða ástvina sinna. Augljóslega verðum við að standa undir því trausti og getum alveg leyft okkur að hafa strangar reglur.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2009 23:29 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Góður undirbúningur
Sammála Ari þetta spot tæki er alger snild, en varðandi VHF stöðvarnar eftir vandræðin hjá Markus í sinni ferð þar sem gæslan heyrði aldrei í honum skilst mér að þeir hafi bætt við hjá sér mótakara sem getur skannað þessar 5 vatta stöðvar.
í haust báðu þeir hjá gæslunni mig að vera minst 45 sek að kalla í einu þá næðu þeir að pikka upp merkið,
þetta virkaði vel á mýrunum nema að ég heyrði illa í þeim en þeir vel í mér .
þeir eru einhvað að vinna í þessu ég þarf að forvitnast betur um þetta .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2009 18:32 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Góður undirbúningur
Góðir pistlar hjá Örlygi og Ara. GSM og NMT (NMT er að hverfa) er falskt öryggi. Mér er minnisætt frá Hvítárvatnsferð, þar var með öllu sambandslaust með NMT síma- þó mjög opið svæði til NA-SV. Í langferðum er fjarskiptasamband grunnatriði. En það er verðurspá og innsæi í þau mál sem einnig teljast til grunnatriða. Hlýr varafatnaður í þurrpoka er einnig grunnatriði. Og svona til gamans (og þó) þá rifja ég upp mitt eina skipti þegar veruleg hætta blasti við mér á kayakferð. Það var að vetrarlagi í um 8 °C frosti á hringferð um Geldinganesið. Mikið var um fljótandi lagnaðarísfleka á sjónum . Þegar ég er kominn að Norðurnesinu á Geldinagnesi- er ég komin í útfallsstraumröst og allir þessir áður kyrrstæðu ísflekar eru komnir á verulega ferð og voru að þjappa sér saman á sundinu milli Viðeyjar og Lundeyjar. Ég snér við í tíma þar sem mikil hætta var á að vera hrifinn með þessum flekum inní aðstæður þar sem ég réð engu um - og alvarlegast hefði verið að þessir kraftar veltu mér- þá hefði verið illt í efni. Hætturnar geta leynst víða og ekki alltaf fjarri byggðu bóli. Það mikilvægast af öllu er að meta alltaf aðstæður og snúa við í tíma ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2009 18:06 #4 by Ari Ben
Replied by Ari Ben on topic Re:Góður undirbúningur
Vil benda á að af gefinni reynslu að ekki er allstaðar hægt að nota VHF handstöðvar, hvað þá GSM. Sumstaðar þarf jafnvel að fara í land eða upp á fjöll til að finna samband. Og þá getur nú einfaldlega verið orðið of seint að senda neyðarkall, eða það einfaldlega ekki hægt. Eins ef verið er utan alfaraleiða þá sjást jafnvel ekki blys eða rakettur. Oftast eru útköll þannig að það eru þeir sem heima í landi sitja og fara að hafa áhyggjur, því viðkomandi er ekki kominn á réttum tíma eða hefur ekki gefið góðar upplýsingar um skipulag ferðar.

Nauðsynlegt er að hafa einhvern annan aðila í landi sem hefur allar upplýsingar um ferðir og skipulag.
Í raðróðrarferðum KAJ umhverfis landið höfum við undanfarin ár verið í sambandi við Gæsluna og það reynst vel. Eins hefur Gæslan reynst okkur mjög vel við að heimsækja okkur og æfa með okkur björgunaræfingar, s.s. eins og á kajakmótunum Eirík og Agli Rauða.

Kajakklúbburinn KAJ keypti síðasta vor SPOT www.findmespot.eu/en/ gervihnatta staðsetninga og neyðarsendi tæki. Er frábært öryggistæki. Með því að vera með kveikt á sendingu er hægt að skoða staðsetningu tækisins á netinu, eins hægta að senda hjálpar eða Neyðarbeiðni og fylgir þá staðsetning með. Tækið er algjörlega vatnshelt og flýtur.

Tækið var keypt hjá Haftækni fyrir ferðir klúbbmeðlima og stendur þeim til boða. SPOT var m.a. notað í ferð félaga í Kaj s.l. sumar í Diskóflóa á Grænlandi og virkaði vel. Tækið hefur einnig reynst vel í ferðir hér heima.

Hefðu Greg og Freya haft slíkt tæki hefðu björgunarsveitir ekki þurft að fara í þessa miklu leit af þeim. En Freyu leiðist nú ekki að vera í sviðsljósinu.

Til þessa möguleikar sem öryggistæki kajakræðara verið VHF, GSM, NMT, Gervihnattasími, neyðarblys og rakettur, kannski er ég að gleyma eh

Hvet ykkur til að skoða þennan kost sem öryggistæki, en þetta er tvímælalaust frábært öryggistæki fyrir okkur sem erum að ferðast utan alfaraleiða. Og getur komið í veg fyrir að okkar frábæra sport fái á sig neikvæðan stimpiil eða sem enn betra er bjargað lífi okkar þegar á þarf að halda.

Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:10

Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:14

Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:19<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:20

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2009 16:06 #5 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Góður undirbúningur
Ég er sammála Örlygi , það væri okkur til mikilla skammar að láta leita að okkur bara fyrir lélegan undirbúning .
Á hringferðar áföngum okkar í sumar sem leið vorum við í góðu sambandi við landhelgisgæsluna og erum við nú þegar fjórir skráðir hjá gæslunni með kallmerki fyrir VHF .
Þetta reyndist okkur mjög vel , við tilkynntum fyrirfram ferðaáætlun okkar skiluðum inn korti með áætluðum fyrir hvern dag og tilkynntum okkur þegar við fórum af stað á mornana og þegar við komum í land á kvöldin og einnig hringdi gæslan í okkur um miðjan daginn til að sjá hvernig gengi.
Þetta gerði það að verkum að gæslan vissi nákvæmlega hvar við vorum hverju sinni eins og gildir um alla aðra sjófarendur.
Þeir hjá gæslunni eru mjög áhugasamir um svona samstarf við okkur í lengri ferðum þar sem þetta auðveldar þeim alla leit ef einhvað kemur upp á , einnig létu þeir okkur vita ef von var á óvæntum breytingum í veðri.
Okkar reynsla af þessu var sú að við vissum að filgst væri með okkur , þannig að ef einhvað kæmi upp á yrði hjálpin fljót að berast.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2009 08:20 #6 by palli
Replied by palli on topic Re:Góður undirbúningur
Góðir punktar og þörf umræða. Þetta eru mál sem stöðugt þarf að rifja upp og benda á. Örlygur gengur vasklega fram í þessum málum og er einmitt aðalhöfundur öryggisstefnu Klúbbsins í félagsróðrum sem má finna á \&quot;Klúbburinn\&quot; - \&quot;Öryggisstefna\&quot;. Þessi mál verða áfram í umræðunni og vonandi hafa sem flestir eitthvað fram að færa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2009 04:21 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Góður undirbúningur
Nú þegar vinir okkar í Landhelgisgæslunni berjast í bökkum og sjá jafnvel fram á fjöldauppsagnir eftir gegndarlausar þrengingar síðustu misseri, skulum við hafa allan vara á okkur á komandi sumri og miða undirbúning allra róðrarferða við að kalla ekki yfir okkur þyrlur og leitarflokka að óþörfu. Þetta hefur gengið vel og þannig skulum við halda því.

Almenningsálitið var þó ekki beinlínis hliðhollt kayaksportinu sumarið 2007 þegar hnökrar í fjarskiptum hjá Freyu og Greg urðu til þess að leit var sett í gang. Jafnvel þótt þá hafi verið urrandi góðæri, voru ýmsir að hneykslast á fyrirhöfninni. En það jafnaði sig fljótt enda urrandi góðæri.

Ef svipað atvik verður á kreppusumrinu 2009 verða hlutirnir ekki fljótir að jafna sig. Það verður þrýst á Gæsluna um að tjá sig um \&quot;óþarfa leitir að kajakfólki\&quot; (hún mun samt ekki fordæma, en alltaf óþægilegt að vera settur í varnarstöðu)

OG kayakklúbburinn verður látinn svara fyrir eitthvað. o.sfrv. Semsagt óþægilegt fyrir alla.

Það má taka fram að Gæslan er áhugasöm um samstarf við kajakfólk. Látum ekki leita að okkur fyrir mistök sem hefði mátt fyrirbyggja með nægum undirbúningi.

Nokkur atriði sem vert er að hugsa um.
-Kunnáttu í að bjarga sjálfum sér, komast upp í bátinn hjálparlaust, og/eða veltan (Sundlaugaræfingar besti vettvangurinn til að æfa þetta)
-Kunnáttu í félagabjörgun (sundlaugaræfingar aftur)
-Kunnáttu í að setja á flot og lenda án aðstoðar
-Þekking á fyrirhugaðri róðrarleið
-Kunnáttu í rötun
-Gera þarf róðraráætlun og skilja eftir hjá félögum í landi. (Muna að láta vita af sér þegar komið er í land)
-Muna nýjustu veðurspá



Ef eitthvað kemur þá fyrir verða menn að kunna að ráða við uppákomur og vera með rétt hugarfar. Það er kolrangur hugsunarháttur að láta nægja sem öryggisráðstöfun að vera símann í vatnsþétta hulstrinu og ætla hringja eftir hjálp ef eitthvað kemur fyrir. Frekar skal miða við að láta ekki koma upp þær aðstæður að menn þurfi yfirhöfuð að hringja eftir hjálp. Kunnátta og varúð minnkar til muna líkurnar á mistökum sem leiða til þess að grípa þurfi til símans.

Ég get náttúrlega ekki stjórnað því hvenær ég fæ botnlangabólgu eða einhverskonar áfall. Og þá þarf utanaðkomandi hjálp.


Lýsi eftir athugasemdum, miskunnarlausri gagnrýni, viðbótum og frjórri umræðu, eggjakasti, skyrslettum og fleiru.

Helst allt sem má verða til þess að kayakfólk komist í gegnum 2009 með sóma og af öryggi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2009 23:39 #8 by Orsi
HALDIÐ AÐ SÉ FLOTT!! was created by Orsi
Mogginn okkar setti FJÖGURRA DÁLKA MYND af sundlaugaræfingu í blaðið í dag. Á besta stað!! Bls 2


Nokkrar línur hafðar eftir Magga kayakkennara og svakaflott mynd af Herði.

Og enginn slor ljósmyndari þarna að verki. Sjálfur Kristinn Ingvarsson.

Öllum til sóma, bæði klúbbnum og blaðinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum