Marcus á fullri ferð aftur

08 feb 2009 00:17 #1 by Gíslihf
Marcus Demuth lauk róðri umhverfis Falklandseyjar á 22 dögum fyrstur þeirra þriggja leiðangra sem lögðu af stað í janúarbyrjun. Hann lenti í stórri öldu og náði sér ekki upp í veltu, öllu lauslegu skolaði burt þar á meðal vatnsbirgðunum og hugsanlega bjargaði það lífi hans að hann hafði krækt dráttarlínunni í bátinn. Hér er síðan hans um þetta efni og ég bendi sérstaklega á kaflann „The Capsize“, en þar kemur fram að reynslan frá Íslandi var gagnleg.
marcusdemuth.com/falklands.aspx
Hér er svo síða þar sem finna má m.a. gróft kort af Falklandseyjum:
marcusdemuth.com/falklands.aspx

Þau Fiona og Tom eru að nálgast Stanley aftur sömu leið og þau byrjuðu. Ég veit ekki hvað hefur gerst, það er eins og þau hafi snúið við, en síðasta dagbókarfærsla þeirra er frá 20. jan. Það kom fram í færslu eftir fyrstu vikuna að Tom var með bakeymsli, en hér er síða þeirra:
www.seakayakfalkland.blogspot.com/

Þriðja hópnum, Chris, Tim og Richy miðar vel áfram en virðast eiga eftir um viku til 10 daga. Þeir fóru rangsælis og ættu nú að hafa vindinn með sér miðað við ríkjandi NV átt þarna núna.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jan 2009 03:32 #2 by Gíslihf
Hann Marcus hefur fengið samkeppni. Hann segist á heimasíðu sinni ætla að verða fyrstur til að róa umhverfis Falklandseyjar en nú er ljóst að þarlendur maður Leiv Poncet hefur áður farið hringinn.

Leiv hefur einnig róið umhverfis Suður Georgíu, sem er eyja við Suðurskautslandið, m.a. fræg fyrir að þangað komst Suðurskautsfarinn Shackelton frá Fílaeyju á björgunarbát við 6. mann, um 1125 km leið auk göngu yfir fjöll og jökul, til hvalveiðimanna til að ná í hjálp fyrir áhöfn sína sem beið á Fílaeyju. Skip Shackelton hafði farið í brak í rekísnum en allir komust heilir heim að lokum.

Þar að auki eru tveir aðrir leiðangrar að leggja af stað umhverfist Falklandseyjar þessa dagana, það eru félagarnir Chris, Tim og Richy og svo parið Fiona og Tom en mér virðist þau muni verða fyrst á flot. Þau eru búin að ræða við Leiv og hringja í 79 landeigendur til þess að mega koma í land á leiðinni! Við megum þakka fyrir íslensk lög, sem tryggja aðganga að sjó og landi.

Sjá eftirfarandi tengil:
www.kayakquixotica.com/2009/01/06/all-go-together-when-we-go/
Á þessari síðu má einnig velja „ROLLING VIDEOS“ sem fróðlegt er að skoða.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2008 22:52 #3 by Gíslihf
Hann Marcus Demuth er greinilega kominn á fulla ferð að undirbúa hringróður um Ísland í annað sinn.
Hér er tengill á heimasíðu hans: marcusdemuth.com/default.aspx

Hann ætlar að leggja af stað frá Reykjavík við annan mann í byrjun júní og er kominn með dagsetningu á heimsókn til Kaj á Neskaupstað þann 29. júní (auglýsing frá klúbbnum skreytir heimasíðuna), svo ætlar hann að vera með erindi um Írlandsróður sinn 2007 hjá okkur í Reykjavík að kvöldi 31. júlí - þótt við félagarnir vitum ekkert um þetta ennþá.
Það viðrist vera mikið kapp í Marcus, en hann er að leggja í róður umhverfis Falklandseyjar næstu daga.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum