Næsti félagsróður 221108

23 nóv 2008 01:26 #1 by Gíslihf
Hraustlega gert hjá þér GuðmmiB.

Við hefðum líklega látið vaða ef við hefðum verið betur útsofnir!

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2008 22:37 #2 by GUMMIB
Sæl

Svaf óhóflega lengi í morgun og var ekki mættur fyrr en rúmlega 11:00. Enginn var bíllinn og engin merki
um að menn hefðu farið á sjó. Hífandi suðaustanátt þannig að brakaði í gámunum og bíllinn vaggaði.

Ákvað samt að skella mér einn. Lagði upp austan megin á móti rokinu sem varð að hliðarvindi fljótlega framyfir Veltuvíkina, þar tók við groddaralegt lens fyrir norðausturenda Geldingarnessins. Þar loks var smá hlé sem breyttist í stífan mótvind við bryggjuna norð vestanmegin við Geldingarnesið.

Síðan var þumlungast með landinu (meira skjól þar) að gámunum.

Svona rok er líklega í efri mörkum að vera fært. Þó má vel skella sér í svona og hafa gaman af. Passa bara
uppá að vera vel upplagður og með góðar birgðir af kaloríum.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2008 21:17 #3 by Hordurk
Ég ætla að koma og róa með ykkur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2008 21:11 #4 by maggi
Ég ætla að bleyta upp í nýjum Whisky eiganda kl 16.00
við Geldingarnes sunnudag úr því við komumst ekki í laugina verður bara að taka æfingu í sjó.
Allir velkomnir í busl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2008 18:54 #5 by Gíslihf
Það var ekki róið í morgun.

Við mættum fjórir (undirritaður GHF, Stefán, Hörður, Lárus) á Geldinganesinu fyrir kl. 10, en þá var vindur það stífur af austri að erfitt var að komast inn um dyrnar með tösku í annarri hendinni. Minnugir átakanna í síðustu viku var ekki nógu mikill hugur í okkur að lenda í tómri baráttu aftur, jafnvel þótt það sé gagnleg reynsla.

Þess í stað var hellt upp á kaffi með kexi og sest í gott spjall um klúbbinn og sportið, þetta mætti nefna \"gámaróður\" samanber það sem flugáhugamenn kalla \"hangar flying\" þegar blankheit eða sjónflugskilyrði hamla því að fara í loftið en hugurinn flýgur því hærra!

Auk hefðbuninna umræðna um báta og búnað var rætt um óunnin afrek á komandi sumri! Velkominr í hópinn í næsta illviðri.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2008 21:06 #6 by Ingi
gamli.belgingur.is/index.php?pg=landshlutar3km&kort=FF

þetta segir gamli belgingur.

Flott síða hjá þeim þessi nýja. Takk fyrir það belgingar.

kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2008 04:21 #7 by Gíslihf
Það lítur nokkuð skuggalega út vindaspáin fyrir Kollafjörð og Kjalarnes á laugardagsmorgun, stífur vindur út Kollafjörðinn og vel yfir 20 m/s á Kjalarnesinu. Fá mætti lens frá Álfsnesi að Brimnesi á Kjalarnesi, en sá sem ekki næði í var í Hofsvíkina gæti lent upp á Akranesi eða bara miðjum Faxaflóa.
Það er betra að skoða spána vel annað kvöld og haga árum eftir vindi!
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum