Surfmyndband

09 nóv 2008 05:53 #1 by Gíslihf
Ferðin var auglýst með stuttum fyrirvara - en reyndar í þræði þar sem verið var að ræða um sundlaugaræfingu held ég.
Hér eru nokkrar myndir - ein sýnir ölduna sem gleypti Sæþór í sig 2-3 sek. seinna picasaweb.google.com/gislihf/Surf02#
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2008 05:04 #2 by Dream of stream
Geðveikt...

af hverju var ferðin samt ekki auglýst... hefði mjög gjarnan viljað koma með... og tímasetningin var fín...

Sæþór ætlar að láta mig vita næst ;o)

En Gísli var tilfinningin ekki geggjuð í öldunni?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2008 05:01 #3 by Dream of stream
Geðveikt...

af hverju var ferðin samt ekki auglýst... hefði mjög gjarnan viljað koma með... og tímasetningin var fín...

Sæþór ætlar að láta mig vita næst ;o)

En Gísli var tilfinningin ekki geggjuð í öldunni?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2008 04:59 #4 by Gíslihf
Fyrsta brimreiðin mín.

Sæþór hvetur flesta til að koma með í „sörfið“ síðar meir, en hvernig ætli þessi reynsla sé nú?
Það er líklega rétt að ég segi frá minni hlið frá þessari fyrstu brimreið minni, sem sjá má hluta af á myndbandi Sæþórs. Ég var í góðum félagsskap að vera boðið með þeim köppum Sæþóri og Örlygi, því að á sama tíma og ég var að leggja í nokkuð kvíðvænlega ferð í hreinskilni sagt þá var eins og þeir væru að fara í sundlaugar.

Þeir ætluðu að leiða mig í allan sannleikann um brimreið, en í stað þess að fræða mig um það mikilvægasta í stuttum fyrirlestri hafa þeir greinilega ákveðið að mér skyldi kastað út í djúpu laugina. Ég fór á flot um leið og Örlygur og samskiptin rofnuðu fljótt, enda varð ég að hafa mig allan við að komast gegnum brimskaflana á réttum kili en vissi ekki vel hvernig ég ætti að snúa við og komast til baka. Líklega hefði ég bara haldið áfram til Vestmannaeyja hefði ekki einn brimfaldurinn rifið mig með sér til baka. Ég lagðist rétt í ölduna með árinni og slapp við að velta, en eins og hendi væri veifað var ég kominn á fleygiferð í átt til lands. Þetta er ólýsanleg reynsla fyrir mann á þeim aldri þegar maður er farinn að hreyfa sig varfærnislega. Ég sat á toppi öldunnar ofan á miðju löðrinu, stefnið sneri um 30° inn að strönd frá stefnu öldutopps, hávaðinn var mikill eins og allt væri einn suðupottur og báturinn hristist og skalf af ólgunni þegar orka öldunnar leystist úr læðingi. Aldrei hef ég farið jafn hratt á kayak, ég horfði ofan í öldudalinn fyrir framan mig, þar sem sjórinn æddi á móti mér af miklum hraða. Ég get helst ímyndað mér að ég yrði jafn undrandi ef ég félli óvænt ofan á bakið á óðu nauti og reyndi að halda mér á baki og nú skil ég orðið „ródeó“ hjá straumfélögum betur. Allt í einu róaðist allt og ég var kominn aftur fyrir ölduna og sloppinn í bili. Meðan á þessu stóð stakk Örlygur sér kollhnís án þess að ég hefði hugmynd um það sem sjá má á myndbandinu.
Fljótlega eftir þetta var mér hent á hvolf og það er svolítið öðruvísi en veltuæfing í sundlauginni! Hreyfingin í öldunni ruglar tilfinninguna fyrir því hvað snýr upp og hvað niður, krafturinn í löðrinu rífur í árablöðin, höggið af sjónum sneri eitt sinn upp á mig þannig að fæturnir misstu spyrnuna á fótstigunum, sjór þrýstist gegnum nasirnar ofan í kok og ekki laust við að fram færi sandslípun í leiðinni og þegar ég opnaði augun til að sjá hvort ég væri að beita árinni rétt til að velta upp var útsýnið mjög lélegt en þegar vel tókst til kom ég upp aftur á réttum kili. Þetta gerðist allt þótt það gerðist ekki allt í einu.

Svo kom að því að ég lenti á sundi og það varð nokkuð langur sundtúr. Ég greip í handfangið á enda bátsins eins og mælt er með þegar svona stendur á til að láta bátinn um að draga mann upp í fjöru. Þeir félagar höfðu samt ekki talið nauðsynlegt að fræða mig um að betra sé að halda í stefnið en skutinn eins og ég gerði. Þegar fyrsta brotið fór yfir mig og bátinn dró hann mig hressilega góðan spotta, næsta brot fyllti mannopið til fóta af sjó með miklum skriðþunga og reif bátinn frá mér. Næst tók við undarlegt róðrarsund með árinni og hefði verið gott að vera búinn að æfa slíka leikfimi. Nú kom í ljós að það er hringstraumur á þessu svæði, aldan fer upp í fjöruna og vatnið berst til vesturs og út með grjótgarðinum sem þarna er til varnar Þorlákshöfn. Þrátt fyrir róðrarsund mitt var greinilegt að straumurinn hafði yfirhöndina og þegar ég nálgaðist varnargarðinn var þar stríður straumur. Þá kom í ljós að þeir félagar höfðu ekki farið í kaffi á meðan þeir biðu eftir hvort ég næði landi heldur fylgst með mér og myndbandið endar einmitt þegar sundferðin hófst. Örlygur sem hafði verið kominn í land fór aftur á flot og var nú kominn að mér og ýtti mér síðasta spölinn í straumnum þar til við urðum viðskila vegna öldufyllingar en Sæþór beið átekta með línu og báturinn var kominn á öruggan stað. Ég komst upp í grjótið og upp á garðinn, smá haltur enda kom í ljós að ég var nokkuð marinn á annarri löppinni eftir samskipti við grjót í öldurótinu.

Það er ljóst af þessu að hjálmur er skylda við slíkar aðstæður. Hins vegar rifnaði lensidælan að sjálfsögðu af dekkinu og dráttarlínan sem ég er venjulega með um mittið var að flækjast um lappirnar á mér á sundinu.
Þetta er skrifað til gamans en einnig má hugsanlega eitthvað af því læra.

Með róðrarkveðju,
Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2008 20:06 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Surfmyndband
Úfff!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2008 19:11 #6 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Surfmyndband
Já þetta voru miklu stærri öldur en ég hafði séð fyrir mér sjóbáta menn surfa í.

En titill á myndbandið gæti verið \"Sjóbátamenn hakkast\" :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2008 18:25 #7 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Surfmyndband
Ertu ekki að grínast, þetta var ekki surf þetta var Tzunami.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2008 17:33 #8 by saethor
Surfmyndband was created by saethor
Ég tók upp nokkrar mínútur af myndefni þann 5.nóv þegar við fórum í surf og hér er það www2.fa.is/~saethor/
En hvað svo sem því líður þá þurfum við að skella okkur í Þorlákshöfn þær helgar sem eitthvað brim er. Þetta er svakalega fínn skóli og ég hvet flesta til að koma með þegar við erum á leið í surf.

Kv. Sæþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum