Re:Mannmargt í sundi

06 nóv 2008 20:58 #16 by fio
Replied by fio on topic Re:Sörf miðviku.
já ok, en pælingin með eignarhald á bátunum var sú að síðastliðinn sunnudag vorum við feðgar í lauginni. Meðan ég var að æfa mig kom maður að guttanum og tók bátinn af honum. Hann lét strákinn að vísu fá annann bát. Hann sagðist eiga þennan bát þegar ég spurði hann. Strákurinn minn tók þessu frekar illa og héldum við því heim á leið. Mér fannst þetta frekar illa gert af manninum.

kv. friðrik

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2008 01:50 #17 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Sörf miðviku.
Farið var í sörfið eins og til var stofnað. Gísli, Sæþór og ég vorum þarna fram undir síðdegið. Sörfið var dálítið lemjandi og ekki neinn draumur fyrir sjóbáta en iss hvað með það. Okkur fannst þetta alveg frábært.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2008 07:38 #18 by Orsi
Replied by Orsi on topic Sörf miðvikudag.
Það ákvaðst rétt í þessu að taka sjóbátarennsli á Þorló á morgun miðv. Gísli, Sæþór og undirrt. eru ákveðnir. Við leggjum af stað upp úr hádeginu. Engin loforð um að það verði gott og milt sörf en ætlum að tékkáðí og hafa gaman. Þeir sem eiga heimangengt á þessum erfiða tíma dagsins geta slegið á þráðinn í fyrramálið til að láta vita af sér. 8214481.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2008 03:04 #19 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Mannmargt í sundi
Ég hef skilið það þannig að bátar klúbbsins séu í kjallaranum og öllum til afnota, en einkabátarnir geymdir í þartilgerðu geymsluskýli við austurenda útilaugarinnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2008 19:44 #20 by fio
Re:Mannmargt í sundi was created by fio
Það var mikið lífi í lauginni í gær. Þessi aðstaða er alveg til fyrirmyndar og gaman að mæta og æfa sig. Ein spurning samt til klúbbsins. Bátarnir sem boðið er uppá, eru þeir í einkaeigu eða í eigu klúbbsins?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum