allra heilagramessuróður

02 nóv 2008 19:46 #1 by Gíslihf
Vindmæling á Geldinganesi sýndi vestanvind 12 m/s kl 9 um morguninn og 10 m/s kl 12 og vindhviður upp í 17 m/s.
Það var því eðlilega puð á móti vindinum, en með því að fylgja landi að Fjósaklettum og fara svo beint í skjólið við NA horn Viðeyjar má búta leiðina niður í kafla með hvíldum og komast svo í kaffi á norðanverðu eiði Viðeyjar. Á lensinu norður fyrir Geldinganesið stækkaði aldan og varð mest líklega 2,5 til 3 m við nesoddann.
Miklu skiptir við svona róður móti vindi að nota bolvindu við róðurinn en ekki bara handleggsvöðva. Kallinn var lúinn á eftir, fór í góða sturtu og svaf í 1-2 tíma fram að kaffi ! Það er því ljóst að þrekþjálfun verður áfram á dagskrá.
Lárus og Páll áttu nóg eftir þegar komið var í Veltuvík og kíktu oft niður í botn, en leist ekki nógu vel á landslagið þannig að þeir komu alltaf upp aftur.
Sjálfur stefni ég að því að láta sundlaugina duga í dag.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2008 00:18 #2 by Ingi
Það voru svalir fírar sem lögðu af stað í morgun á auglýstum tíma. Gísli HF, Hörður, Lárus, Karl, Páll og undirritaður. Frekar Örsalegt, sérstaklega við endann á Geldinganesi. 10 km í nepurðinni, en vel þess virði. kv. Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum