Misskilin hjálpsemi

30 okt 2008 01:20 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic RE: Misskilin hjálpsemi
Það er áfall að heyra þetta. En ég upplýsi þetta mál. Þarna var ég á sunnudaginn og tók ofnana úr sambandi - af ástæðum sem Palli nefndi réttilega, grunlaus um hvaða afleiðingar það síðan hafði. Málsbætur eru engar fyrir þennan óhappalega gerning. Leitt að valda öðrum fyrirhöfn að þrífa og laga vegna minna athafna. Ég legg hendur á plóg við uppbyggingarstarfið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 okt 2008 23:44 #2 by palli
Misskilin hjálpsemi was created by palli
Einhver góðhjartaður klúbbmeðlimur hefur ætlað að lækka rafmagnsreikninginn okkar nú í kreppunni og tekið alla ofnana í aðstöðunni í Geldinganesinu úr sambandi einhvern síðustu daga. Þetta er hins vegar hin versta hugmynd, enda er nú frostsprungið bæði inni á klósetti og blöndunartækin við sturtuna. Núna áðan var Sigurjón Pálsson að fara að róa og þá var allt á floti bæði í sturtugámnum (10cm vatn) og kaffiaðstöðunni. Það er búið að hreinsa út núna og okkur sýndist ekkert hafa skemmst annað en þetta tvennt sem frostsprakk, alla vega svona við fyrstu sýn. Sigurjón ætlar að reyna að redda ódýrum eða gefins blöndunartækjum og Jói Kjartans ætlar að kíkja á rörið inni á klósetti, þannig að málið er í farvegi. Eins og er er búið að skrúfa fyrir allt vatn inn í aðstöðuna.
Eftir stendur: ENDILEGA EKKI TAKA OFNA ÚR SAMBANDI YFIR VETRARTÍMANN. HAFIÐ ÞÁ STILLTA Á CA 1.5

Heyrumst,

Palli<br><br>Post edited by: palli, at: 2008/10/29 16:47

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum