Leggjast kayakmenn í vetrarhýði ?

03 nóv 2008 02:43 #1 by Gíslihf
Sæll \"Dream Streamer\" og aðrir sem hafa rætt þetta mál. Ég er sjókayakmaður og var að róa í gær í talsverðum sjó eins og sjá má á færslunni um \"allraheilagramessu - félagsróðurinn\". Ég held það sé ljóst af þessum færslum að í straumnum eru menn í betra formi en sjómennirnir.

Ég hef áhuga fyrir að skoða brimið milli Þorlákshafnar og Ölfusárósa þegar rétta tækifærið gefst, er á NDK Explorer. Ég vildi helst fara ef einhver vanur er með sem getur sagt manni til. Sennilega er auðvelt að verða eins og sandpoki eftir að kastast upp í fjöru og nauðsynlegt að hafa hjálm.
Á miðvikudag síðdegir fer að lægja eftir hvassa SA átt miðað við vindspána á vedur.is og ætti að vera talsverð undiralda. Reyndar er myrkrið vandamál á þessum tíma nema á laugardegi eða ef hægt er að losna úr vinnu t.d. kl. 14-15.
Það mætti setja nýtt efni á korkinn um slíka ferð og sjá hvort fleiri hafa áhuga.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2008 02:03 #2 by Dream of stream
Hæ Gísli

Það er nú alveg hægt að nýta allt árið til að róa bæði í straum og sjó. Það er bara spurning hversu vel búinn maður er og hversu mikið mann langar að róa. Nú er að koma tími sjóleikfimi í brimi svo er hægt að fara í elló strax í janúar, en sjóróðurinn heldur áfram allt árið og það er duglegur hópur þar.

Besta æfingin er að róa ;)

Ertu í straumnum? mig langar að komast í brim í vikunni hefurðu tíma eða áhuga?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2008 22:02 #3 by Jói Kojak
Já ég gleymdi klifrinu. Hef líka gert svolítid af thví. Mjög skemmtileg leid til ad halda sér í formi.

Svo er thad snjóbrettid í lok janúar í frönsku ölpunum;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 okt 2008 23:32 #4 by jsa
Ertu orðinn svona svakalega skorinn Kojak :ohmy:

Annars hef ég reynt að klifra til að halda mér í formi á veturna, tekur vel á allan líkamann og er ekki eins leiðinlegt og að lyfta. Líka gott að skokka temmilega langar leiðir og taka spretti inn á milli, hjálpar lungunum og gefur mér meira úthald til að vera á hvolfi.

Annars er prógrammið mitt þennan veturinn bara að halda áfram að róa í straumvatni 1-2x í viku og vera duglegur að fara á bretti... en ég hugsa að maður geri það ekki í DK ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 okt 2008 22:03 #5 by Jói Kojak
Held thad sé lang einfaldast ad leita fyrir sér á netinu.
Sjálfur reyni ég ad halda mér í formi med thví ad hjóla allra minna ferda hér í Køben ásamt thví ad lyfta ca.3-4 sinnum í viku. Lyfti svona passlega thungt - og notast ad mestu vid svona basic æfingar. Nota nánast aldrei víra tækin, frekar stangir og laus lód. Finnst ég fá meira útúr æfingunum thannig. Svo tek ég ad sjálfsögdu magann vel fyrir - skilar sér vel í kajakródrinum.
Svo inná milli skelli ég mér nidur á strönd og leigi mér sjókajak í 1-2 tíma. Thad er samt adallega hugsad til ad leika frekar en ad róa einhverjar vegalengdir.

Thad er mjög vinsælt hérna ad róa svona bátum:

www.sonderborgkajakklub.dk/forum/info/images/knut3.jpg

Svo er ad sjálfsögdu misjafnt hvad hentar hverjum ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 okt 2008 03:55 #6 by Gíslihf
Bestu þakkir fyrir þetta Ólafur.

Ég er búinn að skrá mig í hlaupadagbókina, þótt þar séu of miklir hlaupagikkir fyrir minn stíl, en það má hugsanlega nota þetta svæði til að halda utan um ýmsar æfingar.
Svo kíkti ég á þessa eBók. Áhugaverður maður þessu Barton, en hann var greinilega fæddur inn í róðurinn og æfði þrotlaust árum saman þar til hann varð Ólympíumeistari. Ég sá að pabbi hans útbjó sérstakt æfingatæki fyrir veturinn. Svo er þarna rætt um áratakið og vængárina.

Það sem mér finnst vantar í þennan pakka, eru æfingar í sal, teygjur og valdar æfingar í tækjum, sem miða að styrkingu á \"róðrarhreyfingunni\" og til styrkja vöðva sem hlífa viðkvæmum liðamótum og sinafestum - ef ég kem þessu rétt frá mér sem ég hef ekki nógu mikið vit á. Hins vegar þekki ég eins og allir eymsli og meiðsli. Hvernig væri að fá einhvern snilling til að útbúa 10 tíma prógram fyrir klúbbinn, bjóða start námskeið og svo geta menn haldið áfram sjálfir ?

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 okt 2008 20:12 #7 by olafure
Ég mæli með því að menn skrái sig inn á hlaupadagbókina á www.hlaup.com/. Þar er hægt að skrá nánast alla þá hreyfingu sem hugsast getur þar á meðal róður. Menn virðast alltaf vera nógu hraustir en vanta bara þol og því er hægt að ná með því að hlaupa, hjóla, synda og róa. Reyndar er hugmynd að setja upp samskonar dæmi á heimasíðu klúbbsins með áherslu á róðurinn. Varðandi æfingar þá mæli ég með mícroútgáfu af Barton Mold, æfingaprógrammi sem gerði Greg Barton að olympíumeistara fyrir 20 árum, sjá www.canoeicf.com/default.asp?MenuID=Publ...Mold_(FWR)/1190/1792

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2008 05:44 #8 by Gíslihf
Nú er frost á Fróni og frýs á bátnum sjór ...

Flestir kjósa því að bíða vors og leggjast í vetrarhýði. Um það er ekkert nema gott að segja fyrir þá sem dreymir aðeins um náttúrurómantík í blíðu sumarsins.
Aðrir kunna hins vegar að láta sig dreyma um að fara lengri vegalengdir í misjöfnu veðri næsta vor og sumar og að takast á við aðstæður sem reyna á færni og úthald.
Þann hóp vil ég hvetja til þess að nýta veturinn markvisst. Auk þess að fara í félagsróðra eftir því sem tími leyfir er fínt að fara annað slagið á sundlaugaræfingu til að æfa veltur og aðra tækni.
Ég tel einnig mikilvægt að stunda líkamsrækt til að halda sér í formi og byggja upp styrkleika og til að auka viðnám gegn álagsmeiðslum. Ég skokka reglulega, þó það sé ekki mikið og fer í ræktina án þess að vera nokkuð að reyna að massa mig upp. Þörfin verður meiri eftir því sem aldurinn hækkar, þótt letin aukist þá að sama skapi.
Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé til eitthvað kerfi eða æfingar sem mælt er sérstaklega með fyrir kayakræðara. Hugsanlega eru einhverjir klúbbfélagar menntaðir í sjúkraþjálfun og þjálfun íþróttamanna sem gætu tekið okkur í tilsögn og veitt góð ráð?

Kveðja, GHF.<br><br>Post edited by: Gíslihf, at: 2008/10/27 22:45

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum