Búnaðarlisti á heimasíðunni

31 okt 2008 22:22 #1 by Jói Kojak
Fínt framtak thessi listi. Held ad hann fæli ekki nýlida frá. Their sem ætla sér virkilega ad byrja, their byrja og koma sér smám saman upp búnadinum.

Gísli, ef thú kíkir hérna upp í hægra hornid undir frædsluefni thá finnurdu öryggisbæklinginn sem vid létum útbúa fyrir örfáum árum. Thar stendur ýmislegt um fatnad og annad tengt sportinu.

Ad mínu viti er ullin best innanundir og thurrgallinn utan yfir. Gott ad hafa húfu á hausnum. Sjálfur nota ég ekki hanska eda lúffur. Enda sannur víkingur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2008 05:24 #2 by Gíslihf
Það er fínt að fá svona lista um útbúnað og ber að þakka framtakið. Ég hef reynslu af því að gleyma oftast einhverju þegar farið er á sjóinn eða í gönguferð þegar allt var með nema gashylkið! Þess vegna hef ég verið með búnaðar- og matarlista í mörg ár fyrir gönguferðir, breytilega eftir dagafjölda.
Það má þó ekki vera til að fæla nýliða frá að koma með í félagsróður þegar hann sér svo ítarlega lista. Nýliði kemur með á þeim forsendum að geta treyst á hina vönu í hópnum og að þeir séu með allan þennan útbúnað. Nýliði getur því farið eftir styttri lista um lágmarksbúnað.

Svo er annað sem er ljóst þegar farið er yfir listann og það þekkum við vel sem höfum byrjað í sportinu hér heima:
Það er erfitt að nálgast allan þennan búnað, hann er ekki að finna á einum stað og í sumum tilvikum ekki hér á landi. Oft vantar einnig ráðgjöf um val á búnaði og ekki síst á fatnaði. Er hægt að bæta úr þessu einhvern veginn á forsendum klúbbsins? Hvernig fara þeir að hjá hjálparsveitunum t.d.?
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 okt 2008 08:24 #3 by palli
Félagar!

Örsi er búinn að taka saman ítarlegan búnaðarlista sem er gott að hafa til hliðsjónar þegar gert er klárt í kayakróður við hinar ýmsu aðstæður. Listann er að finna með smelli á \"Fræðsluefni\" og svo \"Útbúnaður í kayakróðri\" Hafi Örsi þökk og virðing fyrir ómakið.

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum