Gamall kayak fæst gefins -forngripur

20 ágú 2008 17:53 #1 by Steini
Varðandi söguna; þá var á gömlu heimasíðunni .pdf skjal þar sem ég hafði tekið saman allar fréttir og myndir sem birst hafði í Morgunblaðinu frá árinu 1919 og er býsna góð söguheimild, hef ekki tekist að setja inn á þessa síðu, það hlýtur samt að vera mögulegt, kannski veit Palli lausnina á því, þarf að nefna þetta við hann aftur.

Ef einhver hefur áhuga get ég sent viðkomandi þetta skjal.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2008 04:04 #2 by torfih
Þessi bátur er ekki heimasmíðaður og er mjög vandaður í alla staði. Á málmplötu stendur: Supplied by H.T. Percival, Horning. Sjá meðfylgjandi mynd. Það hefur verið sett á hann stýri, sennilega seinnitíma \"mix\" og gatið sem sést við málmplötuna stemmir við annað í grind sem er í botni bátsins og giska ég á að þarna hafi verið möguleg festing fyrir seglabúnað.
Kv. Torfi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2008 02:20 #3 by Sævar H.
Það var nokkuð algengt að ungir piltar væru að smíða svona eða svipaða kayaka á árunum eftir stríð og framundir 1955-60 . Sjálfur smíðaði ég einn ekki ósvipaðan um 13-14 ára aldurinn og réri honum mikið inni á Kleppsvíkinni og Elliðaárvogi. Efnið var fengið sem afgangur á trésmíðaverkstæðum og segldúkur hjá einhverju útgerðarfélagi og var allt síðan tjargað við lok smíði. Ekki var um neinar björgunargræjur að ræða fyrir ræðarann, en nauðsynlegt var að vera vel syndur og vanur sjósundi--- Árin var úr kústskafti með útsöguðum þunnum massívum við sem árablöð. Og maður lifði kayakinn af.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/08/19 22:24

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2008 19:08 #4 by Gíslihf
Það væri áhugavert að vita hver smíðaði þennan grip eða hvar og hvenær það var gert.
Eitt af því sem Kayakklúbburinn gæti lagt metnað í væri að taka saman sögu kayaksins hér á landi.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2008 18:17 #5 by torfih
Gripurinn er genginn út.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2008 13:22 #6 by torfih
Góðan dag, ég frétti af gömlum kayak sem vantar nýjan eiganda sem hefði tök á að veita honum aðhlynningu og gera upp. Þetta er sennilega 70 ára gripur eða eldri, trégrind með strigaklæðningu og er sundurtakanlegur (foldable) 2ja manna bátur. Trégrindin sýnist vera þokkaleg en klæðningin er sjálfsagt ónýt. Er einhver hér í klúbbnum sem hefur aðstöðu og áhuga á taka gripinn að sér? Viðkomandi gæti þá haft samband við mig beint.

Kveðja,
Torfi Hjaltason - torfih (at) gmail.com



Post edited by: torfih, at: 2008/08/15 09:24

Post edited by: torfih, at: 2008/08/15 09:25<br><br>Post edited by: torfih, at: 2008/08/15 09:25
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum