Félagsróður á fimmtudegi

08 maí 2008 15:28 #1 by palli
Jamm, engin breyting eins og stendur. Stjórnin setur saman þverfaglega nefnd okkar færustu sérfræðinga sem mun setja saman tillögu að álitsgerð sem verður sett inn í rammaáætlun um framkvæmd félagsróðra.
Sjálfum finnst mér fínt að hafa þetta með seinni skipunum og geta verið lengur heima hjá mér í staðinn. Maður er hvort eð er í róðri fram yfir háttatíma. Við fórum t.d. 6 stk. úr Nauthólsvíkinni í gærkvöldi og lögðum í hann um 10 leytið og rerum fram yfir miðnætti. Algert blankalogn var og spegilslétt utan rastar við Álftanesið sem var furðu frísk í logninu. Enda var stórstreymt og mesti straumur einmitt milli 10 og 11. Gaman að þessu. Gleymdi reyndar að melda þennan róður á korkinum - man það næst. Finnst líklegt að við munum fara nokkuð marga róðra í sumar svona seint.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2008 14:30 #2 by Orsi
Til að forða misskilningi:

Mætingatíminn er kl. 19:30.


Ákvörðun um mögulegar breytingar í framtíðinni er bundin við lýðræðislega umræðu, langa og gæðamikla umræðu. Ekkert kaós í því.

Þetta er lágmark 300 kaffibolla umræða.

Mætingatíminn er kl. 19:30.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2008 13:54 #3 by Gunni
Báðir tímarnir henta mér.
Of mikið lýðræði getur skapað kaos. Tökum ákvörðun sem fyrst svo þetta valdi ekki misskilningi fram eftir sumri. Palli, Örlygur, Maggi (eða sá sem er yfir fimmtud róðrunum), þið eigið einfaldlega bara að ákveða þetta.<br><br>Post edited by: Gunni, at: 2008/05/08 09:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2008 13:25 #4 by Gunni
Báðir tímarnir henta mér.
Of mikið lýðræði getur skapað kaos. Tökum ákvörðun sem fyrst svo þetta valdi ekki miskilningi fram eftir sumri. Palli, Örlygur, Maggi (eða sá sem er yfir fimmtud róðrunum), þið eigið einfaldlega bara að ákveða þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2008 03:17 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður á fimmtudegi
Spurningunni um að flytja fimmtudagsróðurinn fram um eina klst, henti ég fram til að fá smá umræðu.

Meðan undirtektir eru ekki meiri, er varla ástæða til aö breyta hefðbundnum tíma.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2008 02:52 #6 by Steini
Það má sennilega rökræða hvaða tími sé bestur, en á meðan 19:30 sendur í dagsránni er rétt að halda sér við það, ef almennur vilji er fyrir öðrum tíma er ég viss um að það sé lítið mál að færa þetta fram.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2008 02:36 #7 by Gunni
... og á morgun ætlið þið að mæta kl ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2008 16:30 #8 by Larus
mér líst vel á að mæta fyrr

kv. Lárus

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2008 19:04 #9 by SAS
Það mættu 5 manns í félagsróður í gærkvöldi. Hörður ásamt nýliða fóru \&quot;nýliðaferð\&quot;, meðan við vorum þrír sem rérum hring um Geldingnes, Lundey og Þerney. Veðrið var mjög gott og sléttur sjór.

Er áhugi fyrir að flýta félagsróðrunum á fimmtudagskvöldum og mæta 18:30 í stað 19:30? Hvað finnst þér?

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum