Akranes - laugard. 4. maí

05 maí 2024 13:46 #1 by SPerla
Replied by SPerla on topic Akranes - laugard. 4. maí
Plan B leit dagsins ljós að morgni ferðar. Níu vaskir kayakræðarar ýttu úr vör frá tjaldsvæðinu á Akranesi og réru í blíðskaparveðri og skemmtilegum öldugangi að Ósum (við minni Leirárvogs). Þar var áð í góðu skjóli yfir kaffibolla og heimabökuðu bakkelsi, í boði Natalíu, áður en róið var til baka. Allt gekk eins og í sögu eða eins og segir í laginu „allir komu þeir aftur og engin þeirra dó“. Eftir frágang á bát og búnaði héldu tveir heim á leið en aðrir slökuðu á í Guðlaugu og héldu áfram að leika sér í sjónum. Ferðin endaði svo á kaffibolla og ís í Frystihúsinu áður en keyrt var í bæinn. Þökkum þeim er tóku þátt. Þessir röru: Sveinn Muller, Helgi, Jónas, Guðrún Sóley, Sigrún, Fjölnir, Indriði, Perla og Natalía.
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2024 20:01 - 29 apr 2024 20:07 #2 by SPerla
Þá er komið að ferð númer tvö, í boði ferðanefndar, og í þetta sinn er það Akranes. 
Lagt er af stað frá Geldingarnesi kl. 9 og keyrt sem leið liggur að  Sólmundarhöfða  þar sem bílum verður lagt, -/við Dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Þar verður sjósett og róið að Naustafjöru þar við munum æja og svo róið til baka sömu leið. 
Tilvalið er að skola af sér í Guðlaugu á Langasandi að loknum róðri.
Sameinumst í bíla eftir því sem hægt er. Nauðsynlegt er að hafa gott nesti með fyrir daginn, sundföt og góða skapið!
Reikna má með um 15 km róðri. Fjara er um 09:35. Ágætis verðurspá er fyrir laugardaginn, staða tekin þegar nær dregur..
Áhugasamir látið endilega vita hér eða á Korkinum, gott er að vita sirka fjölda  Eins ef þið hafið pláss fyrir auka bát og rass, þá má það fylgja með. 

Nánari upplýsingar veita:
Perla - 8648687
Natalía - 8465889
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum