Siglingafræðihornið

20 ágú 2020 14:14 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Siglingafræðihornið
Hér er hægt að sjá hvernig ölduspáin er fyrir Faxaflóa. Gott að hafa þessar upplýsingar í huga þegar verið er að leggja í styttri og lengri ferðir. Það lítur út fyrir ágætis veður í kvöld sýnist mér.  http://www.vegagerdin.is/vs/olduspa-a-grunnslod/?startPlace=1
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2020 08:30 - 26 jún 2020 13:26 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Siglingafræðihornið
hér eru fróðlegar umræður um róður í straumi: http://www.kayakklubburinn.is/index.php/home/korkurinn/9858-roidh-ut-i-eyju-thvert-a-straum

til að bæta við þetta þá prófaði ég að róa með stefnu beint á vesturenda Viðeyjar frá Lundey þegar vindur var austan 10-12m/s. Hópurinn gerði eins og Gummi segir frá en ég lét bara drifta undan með sömu stefnu. Það skilaði mér ca 50-60m vestar en hópurinn sem fór meðfram Viðey. Ég man að þeir voru eitthvað að kalla á mig en ég lét sem ég heyrði það ekki. Þetta var nú sennilega bara driftin sem blés mér frá stýrðri stefnu. 
Það er einnig gaman að fylgjast með hópnum þegar róið er frá vesturenda Viðeyjar og í átt að Geldinganesinu. Ef maður er aftastur og horfir á eftir hópnum sem dreifist eftir stefnulínunni að höfuðstöðvunum þá sést hvernig straumurinn sem kemur norður í sundinu á milli Gufuness og austurenda Viðeyjar afvegaleiðir ræðarana sem grunlausir róa alltaf í stefnu að aðstöðunni. Þetta sáum við Gummi J greinilega í félgasróðri. Þá var blankalogn og engin drift sem hafði áhrif. Gummi sá þetta og benti mér á sveigjuna sem var á hópnum. Þessi straumur tengist kannski Elliðaánum líka en hann var allavega mjög áberandi þarna. 

Eitt atriði varðandi straum og vind sem þarf að vera með á hreinu og það er að vindur kemur  úr áttinni  en straumur fer í áttina sem tilgreind er. Suðurfall og sunnan átt eru gagnstæðir kraftar.
kv
Ágúst Ingi

hér eru ítarlegar upplýsingar fyrir þá sem vilja vita meira:  https://en.wikipedia.org/wiki/Set_and_drift#How_to_Calculate

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2020 08:21 - 04 júl 2020 11:16 #3 by Ingi
Siglingafræðihornið was created by Ingi
Ég sé að vinur okkar Simon er kominn með siglingafræðikúrs á feisbook.(online seakayaking)   Það er löngu kominn tími til  að velta þeim málum fyrir sér.

  Við í þessu sjókayaksporti þurfum helst að hafa nokkra hluti á hreinu varðandi það skemmtilega fag. Tækniskólinn býður uppá námskeið  https://tskoli.is/namskeid/skemmtibatanamskeid/  sem kemur sér vel fyrir þá sem hafa aðgang að bátum upp að 24m hér er klásúlan um það: https://www.samgongustofa.is/siglingar/krofur-til-skipa/skemmtibatar/

Hvað okkur á sjókayak varðar þarf ekki nein aukaréttindi þar sem að það eru fley undir 6m lengd. Margir hafa samt gaman að spá í þessa hluti og þetta er eitt skemmtilegasta fag sem til er. 
Með allri þessari handhægu tækni sem aðgengileg er núna mætti kannski halda að  þekking á þessum fræðum væri úrelt. Kannski finnst einhverjum það  en mér finnst að allir sem koma að þessu sporti og siglinasporti almennt ættu að hafa einhverja lágmarksþekkingu. 

Í okkar tilfelli held ég að mikilvægast sé að kunna á kompás og geta gert sér grein fyrir straumum og sjávarföllum. Ef þið hafið spurningar um þessi atriði þá megið þið alveg láta það vaða hér  og ég reyni  að finna útúr því.

kv.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum