Björgun í Álfsnesvík

05 jún 2019 19:58 #1 by Gunni
Replied by Gunni on topic Björgun í Álfsnesvík
Þetta er þá að gerast.   
Frétt á mbl.is 

Raska ósnortinni strandlengju.   Álfsnesvík er beint niður af Sorpu-pittinum og Álfsnes bænum.

Rit um  Fornleifaskráningá efnisvinnslusvæði við Álfsnesvík
Þerneyjarsundi
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2018 21:35 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Björgun í Álfsnesvík
ÞAÐ er algjört hneyksli að þarna eigi að setja niður þessa starfsemi. Sem betur fer lítur út fyrir að fornminjar tefji þessi áform og vonandi stöðvi þau ALVEG. Og við kayakfólk höfum einstaka sýn frá sjó hvað náttúruperlur eru mikils virði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2018 16:00 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Björgun í Álfsnesvík
Viðhorf Sigtryggs hjá mbl sem skrifar greinina er leiðandi og lítilsvirðir andmælin. Hann segir málið snúast um : " - hvort grjót sem menn röðuðu upp á árunum 1300-1500 verði þess valdandi að hætt verið við framkvæmdir á 21 öldinni." Sama tóninn má finna í niðurlaginu.
Mér er ekki mest annt um þessi fiskbyrgi, heldur um náttúrna og lífríki fjöru og grunnsævis. Við Reykvíkingar erum búin að eyðileggja mest af strönd og fjörum okkar. Við kajakræðarar höfum róið inn Elliðaárvog fram hjá Björgun og höfnunum á hægri hönd og við höfum farið ótal oft um Þerneyjarsund. Finnið þið muninn? Hvar er æðarfuglinn í Elliðaárvogi? Hvar er allt fuglalífið og selurinn? Það er eins og borgin telji ströndina vera einskismanns land og hafi ekkert gildi nema sem byggingarland eða til að sturta í efni sem kemur upp úr húsgrunnum, LHS eða öðrum.
Það er ekki aðeins dýrmæt náttúra á hálendinu, hún er líka við "túnfótinn" okkar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2018 13:29 - 14 sep 2018 13:31 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Björgun í Álfsnesvík
Frétt á Mbl : Minja­stofn­un vill að starf­semi Björg­un­ar ehf. sem til stend­ur að flytja í Álfs­nes­vík við Kolla­fjörð verði val­inn ann­ar staður.

Gott að fá meiri rök gegn þessu.

Það ætti ekki að vera sjálfsagt að leggja ósnortna standlengu undir þessa starfsemi. Má alveg staldra við og skoða hvort gervistrandlengjan (skarfabakki, örfirisey, hafnarfjörður, ...) geti ekki tekið við þessu.

Við rérum framhjá þessari staðsetningu í gær og ræddum hvernig það væri ef einhver starfsemi væri þarna yfir höfuð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2017 10:54 #5 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Björgun í Álfsnesvík
Er ekki kominn tími til að bjóða borgarstjórn og samverkamönnum í róður út frá Gnesi til að opna augu þeirra fyrir því hversu mikil náttúruperla þetta svæði er.

Mín tvö cent um málið

UEA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2017 10:28 - 24 ágú 2017 11:35 #6 by Gunni
Mér finnst þetta vera mál sem við ættum að hafa skoðun á. Það er umræða í gangi í Mosó sem snýst um rykmengun í vestari hluta Mosó. Á meðfylgjandi mynd sést (frá DE) sést hvernig hann ver það að staðsetning Björgunar muni ekki snúa að Mosfellsbæ og að þetta alveg við Sporpu-Urðunarstað.En hvað þýðir þetta fyrir róðarsvæðið okkar? Urðunarstaðurinn er þarna jú og af honum er mest lyktarmegnun en sjónmengun ekki eins mikil og fyrstu ár urðunarinnar.

En björgun verður með aðkomu frá sjó, Pétur mikli, Reynir, Dísa og Sóley munu sigla sitthvoru megin við Þerney. Móttaka á efninu verður sýnileg sem og hús og tæki sem mylja efnið niður.Svo finnst mér að ætti að spyrja "Því í ósköpunum að taka þetta svæði undir þetta". Það eru nú þegar skipulögð hafnasvæði víðar á höfuðborgarsvæðinu, þarna er ekki núna hafnarsvæði.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum