Ákveðið hefur verið að halda aðalfund Kayakklúbbsins á fimmtudaginn, 27. janúar, kl. 20:00. Á fundinum er farið yfir starf líðandi árs, rætt um helstu mál sem brenna á kayakmönnum, kosið til stjórnar og fleira. Hafi félagsmenn hugmyndir um hvernig megi breyta og bæta starf klúbbsins er aðalfundurinn langbesti vettvangurinn til þess. Ný stjórn skipar í nefndir í framhaldi af aðalfundi, en þeir sem hafa áhuga á að sitja í nefndum og taka þannig virkan þátt í félagsstarfinu mega endilega gefa sig fram á fundinum eða senda póst á kayakklubburgmail.com.

Fundarstaður er í ÍSÍ húsinu í Laugardal.