Gagnvirkt Íslandskort af ferðum sumarsins sjá hér.
Gagnvirkt Íslandskort af ferðum sumarsins sjá hér.
Enginn róður. Fimm ræðarar mættu, þrír hugaðir og tveir til að kíkja á þessa vitleysingja.
Vindur 17 m/sec NA, hviður 22 m/sec, hiti -3,5, og einhver ofankoma. Korpa lá hálf austan við eyðið í föstu formi og hinn helmingurinn í krapaformi utan við ísinn.
Hópurinn hélt sinn þá þétt saman með kaffibolla á spjalli inni í gámi og safnaði kjarki fyrir önnur erfið verkefni dagsins, s.s. ryksuga, skúra og baka.
Mættu: Andri, Marc, Gunnar Ingi, Sigrún og Gísli Hf.
Það voru ellefu ræðarar sem mætti i höfuðstöðvarnar i morgun. Veðrið var bara hið flottasta smá vindur og sæmilegasti hiti.
Eftir upphitun á pallinum var stefnan tekin vesturum á móti öldunni og vindi sem jókst því lengra sem við rérum. Klara var fremst i flokki og Palli aftastur með Svenna á ytri kantinum. Við pólsku bryggjuna svokölluðu var boðið uppá sjálfsbjörgunar æfingu eða veltur í öldunni, á meðan gat hópurinn hímt í skjóli við grjótgarðinn nokkrir ræðarar reyndu sig en aðrir dokuðu við.
Vestan við garðinn rérum við inní meiri vind og talsverða ölduólgu og frákast. Klara tók hópinn vel út fyrir Geldinganesið enda voru stórar öldu á ferð sem þó ekki brotnuðu þannig að ferðin fyrir nesið gekk vel, en þarna hefði ekki verið gott að lenda í björgunarveseni stutt í kletta og brim. Hópnum var því haldið vel þéttum.
Austur með Geldinganesinu fengum við hörku öldur og vind í bakið að Veltuvík. Vorum í höfuðstöðvunum um 11.30.
Flottur róður takk fyrir samfylgdina.
Ræðarar voru: Klara, Þóra, Arndís, Mack, Eyþór, Palli R,Þorbergur, Andri, Svenni, Gummi B og Lárus