Mýrarnar, laugardaginn 5. júlí 2025 (Sunnudagur til vara)

01 júl 2025 20:48 - 02 júl 2025 00:12 #1 by SPerla
Það er skammt stórra högga á milli í ferðadagskrá klúbbsins og næst á dagskrá er dagsróður um Mýrarnar. Upphaflega var ætlunin að fara frá Straumfirði en þar sem sá vegur er lokaður vegan æðarvarps höfum við fengið leyfi til að sjósetja frá Knarrarnesi, þaðan munum við róa út í Hjörsey og jafnvel taka krækju um Geldingaey. Áð verður í Hjörsey og jafnvel í Geldingaey ef mönnum fýsir að teygja úr sér. 
Flóð er kl. 15:10 sem þýðir að við verðum á Knarrarnesi ekki seinna en 11:30 og sjósetning er kl. 12:00. Heildarvegalengd er tæplega 20 km og búast má við 5-6 tímum á sjó.

Fyrir þá sem ekki eru staðkunnugir, þá er keyrt í gegnum Borgarnes og beygt inn á þjóðveg 54 (frá hringtorginu), þegar komið er yfir Langá er beygt til vinstri á veg 533 (merktur Álftanes), ekið framhjá Álftanes-afleggjaranum og framhjá Sveinsstöðum (sem er ofan vegar) og stuttu síðar er beygt til vinstri á Straumfjarðarafleggjarann. Þá er ekið alveg þangað til komið er að lokunarskilti en þá er beygt til hægri inn á Knarrarnesveg og sirka 500m síðar er beygt til vinstri (sjá nánar á meðfylgjandi mynd). Munið að aka síðasta spölinn varlega þar sem getur verið þónokkuð um fugla og unga á veginum.  
   
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum