Félagsróður 11. des

12 des 2010 15:04 #1 by Þorbergur
Hér má sjá mokkrar myndir úr róðrinum, að vísu ekki í tímaröð.
Kv Þorbergur

picasaweb.google.com/110567789326343745301/FelagsroUr11122010#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2010 14:47 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Félagsróður 11. des
Flottur róður það er video á fésinu
Magnús Sigurjónsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2010 19:13 #3 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re: Félagsróður 11. des
Össur þú stóðst þig vel. Margir hefðu nú bara látið gott heita að menn færu ekki eftir fyrirmælum.

En svona eru nú hópar, samansafn misjafnra sauða.

Kv.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2010 15:12 - 11 des 2010 15:13 #4 by Össur I
12 vaskir ræðarar: Stefán Alfreð, Sveinn Axel, Þórólfur, Þorbergur, Þorsteinn, Maggi, Örsi, Gummi Breiðdal, Halla, Lárus, Páll Reynis ásamt undirrituðum mættir í Geldinarnesið um 10 leitið í morgun. Rjóma blíða með 4 stiga hita bæði ofansjávar og neðan. Greina mátti að sumir ræðaranna voru að koma, ja bara nánast beint af jólagleði :P.
Undirritaður var skipaður róðarstjóri og stefnan tekið á hefðbundinn rangsælan Viðeyjarhring. Þegar komið var að Viðeynni norðanverðri var nokkur alda við eynna. Ákvað því róðarstjóri að kalla hópinn saman, þétta hann og gefa mönnum kost á að skipta hópnum í tvennt. Gerði róðarstjóri ráð fyrir að einhverjir REYNSLUMEIRI 4* RÆÐAÐRAR hefðu áhuga á að leika sé eitthvað í öldunni :silly:. Enginn gaf sig framm og ákvað því róðarstjóri að halda áfram og gerði eðlilega ráð fyrir að ALLIR ræðarar eltu fyrsta mann. Það var þó eins og einhverskonar athygglisbrestur ætti sér stað meðal nokkra REYNSLUMEIRI RÆÐARA og að þeir ættu mjög erfitt með róa í hópnum. Bátarnir hjá þeim einfaldlega virtust láta mjög illa af stjórn. Kallaði því róðrarstjóri hópinn aftur saman og gaf mönnum annan séns á því að skipta hópnum upp. Þeir sem væru á þessum stjórnlausu bátum sem leituðu ósjálfrátt í öldupus að skilja sig frá hópnum og gefa leikararskapnum lausan tauminn. Fór svo að fjagramanna 4* hópur réri mun nær Viðeynni í leit að öldum en þar voru þær meiri og krappari. Hinn áttamanna hópurinn lét hinsvega mun betur að stjórn og elti róðarastjóra eilítið fjær landi þar sem öldurnar voru minni. Þetta gekk nú allt vel að lokum og sameinaðist hópurinn aftur við nesið á norðvestanveðri Viðeynni. Að mínu mati sem stóð í því að vera róðarstjóri þá er það mikilvægt að ef róðrarstjóri er skipaður og fer með RÓÐARSTJÓRN, þá er mikilvægt að honum sé hlítt, eða tilhvers er hann annars? Jafnvel þó að hann sé reynslu minni jafnvel reynsluminnsti ræðarinn í hópnum :unsure:.
Við Flesjar var sett upp smá æfing í leiðsögn og róðrarstjórn. Þar var nokkur alda sem hægt var að sörfa og fengu þar loksins ÓÞEKKTARORMARNIR að láta gamminn geysa. Tekið var kaffi á hefðbundnum stað við húsið í Virkisfjöru. Eftir kaffi var róðið heim í Geldingarnesi eftir hreinlega frábæran laugardagsróður.
Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum