Samkomubann

17 mar 2020 17:09 #1 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Samkomubann
Það er ljóst að þetta er sérstakir tímar sem við erum að upplifa. Vonandi nýta sem flestir sér kayakróður til ánægju.
Það væri nú gaman að sjá Sævar og fleiri reynslubolta á ferð um Geldinganesið :) 

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2020 15:25 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Samkomubann
Ég fór í stuttan róður síðdegis í gær (mánudag) og var svo heppinn að hitta Veigu á pallinum þannig að við rerum saman.

Ég var kominn í gallann heima til að þurfa ekki að nota búningsklefa. Það er líkleg  óþarfa varkárni, en heimilslæknir minn segir ég sé of gamall til að sækja smit ef ég get komist hjá því  :)

Ætli ég fari ekki aftur á morgun mvd. laust eftir hádegi - sjáum til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2020 23:01 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Samkomubann
Aðstaða okkar á eiðinu er opin fyrir alla félaga. Sumir hafa meiri tíma en aðrir en nú í þessu veiruveseni verð ég ekki eins bundinn á vaktaklafanum eins og hingað til svo hver veit nema að maður taki rispur svona þegar flóðið er hagstætt.
Þú ert velkominn hvenær sem er Sævar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2020 21:45 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Samkomubann
Er þá tími einmennings róðra og fámennis með löngu bili milli ræðara að renna upp ?

Áhugaverðir tímar 

Sumir kunna þetta ennþá :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2020 13:26 #5 by Guðni Páll
Samkomubann was created by Guðni Páll
Kæru félagsmenn

Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann hefur stjórn Kayakklúbbsins ákveðið að allir viðburðir á vegum klúbbsins falli niður amk á meðan samkomubann er í gildi.
Aðstaða Kayakklúbbsins verður auðvitað áfram opin og öllum frjálst að halda áfram sínu striki.
Við minnum á að hreinlæti er helsta vopnið gegn smiti og hvetjum notendur aðstöðunnar til að halda henni hreinni.

F.H stjórnar
Guðni Páll Viktorsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum