Kajakskólinn 2020 - VORIÐ NÁLGAST !

17 feb 2020 18:45 #1 by Unnur Eir
Virkilega ánægjulegt að Kajakskólinn haldi ótrauður áfram í ár!

Félagar verðum að vera dugleg að auglýsa námskeiðin til að fjölga nýliðum og ekki síst að  efla færni þeirra. 
Facebook kemur sterkt til leiks í þeim efnum.

Ég, í það minnsta, mæli hjartanlega með námskeiðunum og mun hvetja fólk til að sækja þau.

Vonandi færðu öfluga aðila með þér sem á sama tíma geta dregið fólk í klúbbinn 😀

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2020 20:19 - 16 feb 2020 20:23 #2 by Gíslihf
Starfsemi þetta árið verður með líkum hætti og verið hefur. Markmið Kajakskólans fyrir nemendur er sem fyrr: 
ÖRYGGI - ÁNÆGJA - FÆRNI.


Námskeið verða tvo vormánuði frá miðjum apríl  og síðan í 4 vikur frá miðjum ágúst.

Gerðir námskeiða eru Byrjendanámskeið, Veltur og björgun, Áratækni og þarf að hafa byrjendanámskeið á undan þeim siðari.

Verð er kr. 24 þús. með búnaði en kr. 16 þús. fyrir þann sem hefur allan búnað.

Skráningar eru hér: kajakskolinn.is/skraning/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum