Hálfmaraþon og tæknikeppni

20 sep 2019 19:50 #1 by Icekayak
Perfekt skil þá minn bíl e í Geldingarnesi, og er með 4 pláss tilbaka. Fyrir þá sem þurfa að sækja bílana sína.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2019 19:30 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
já ég verð í Geldinganesi kl 0900 í fyrramálið með pláss fyrir einn. Ef einhver er á leiðinni með aukapláss endilega meldið i ykkur hér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2019 18:03 #3 by Icekayak
Hlakka heil ósköp að taka þátt í minni fyrstu kajakkeppni á Íslandi. Vantar hinsvegar far fyrir mig og Epic V10 útí Nauthólsvík í fyrramálið, er einhver til i að bjarga því fyrir horn ?
Kv Fylkir 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2019 15:12 - 20 sep 2019 15:26 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
Það lítur út fyrir ágætis haustveður í fyrramálið. ASA 5ms og nokkuð hlýtt.

Vinningar sem verða dregnir út í lok keppninar verða sem hér segir:
Kvöldverður fyrir 2 í Gallery Fiskur í Nethyl.
Kvöldverður fyrir 2 í A. Hansen
6xGjafbréf frá Garmin
6xGjafabréf frá GG+
6xVeiðidót frá Veiðifélaganum í Nóatúni
Klipping fyrir einn í Skuggafalli við Fornubúðir í Hafnarfirði.

Semsagt eitthvað fyrir alla. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 sep 2019 18:16 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að við munum halda okkur við upphaflega áætlun. Nokkrir eru búnir að lofa vinningum svo að það eru vinningar í boði. Til dæmis rómantískur kvöldverður á tveimur fínum veitingastöðum, gjafabréf frá verslunum sem við þekkjum vel osfrv. 
Það er of snemmt að upplýsa vinningana en það verið að vinna í þessu og hægt að auglýsa það á morgun. 
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 sep 2019 13:40 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
Bjarni tímavörður nr1 þá er hægt að bóka góða tíma þó ekki væri annað. Fínt að hafa þig á kanntinum líka í grillinu.
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 sep 2019 10:32 #7 by bjarni1804
Vantar mann á klukku (er góður í pulsunum (líka að grilla þær)) ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 sep 2019 07:12 #8 by Helga
Replied by Helga on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
Keppt verður í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka verður:

Ferðabátar karlar
Ferðabátar konur
Keppnisbátar karlar
Keppnisbátar konur
Liðakeppni ferðabátar
Liðakeppni keppnisbátar

Lið geta verið tveggja manna og er þá skipt í Gróttu. 

Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 sep 2019 04:22 - 17 sep 2019 06:40 #9 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
bara sem flesta í keppnina

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2019 15:44 #10 by gunnarsvanberg
Verður boðið uppá liðakeppni?...þ.e. að fólk skipti niður leiðinni t.d. á milli tveggja ræðara?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2019 14:06 - 15 sep 2019 00:45 #11 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
Nú er vika í hálfmaraþonið.

Veðurspá er góð. Við í keppnisnefnd erum að reikna með mörgum keppendum og mikilli keppni í öllum flokkum.

Til að fylgjast með spánni þá er Windy mjög nútímaleg og flott síða.(hægt að mæla vegalengd með því að hægrismella og sjá svo spánna á leggnum fyrir neðan kortið fyrir utan allskonar fídusa sem of langt er að telja upp hér.  www.windy.com/distance/boat/64.12,-21.93...00,64.111,-21.859,12

Veðurstofa Íslands er líka fín og svo er ölduspá vegagerðarinnar góð þegar nær dregur. 
Björgunarfélag Hafnarfjarðar verður með gæslu og pulsur með öllu nema hráum handa öllum.




kveðja,
Keppnisnefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2019 19:38 #12 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálfmaraþon og tæknikeppni
Það er alltí lagi að melda sig hér en það verður byrjað að skrá keppendur og afhenda keppnisnúmeratreyjur uppúr kl 9 þann 21. Það stefnir strax í hörkukeppni sýnist mér.
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2019 16:06 #13 by gunnarsvanberg
Mæti á mínu brimskíði :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2019 22:11 #14 by Icekayak
Hvar á að skrá sig ?

kv. 

Fylkir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2019 12:20 #15 by Helga
Laugardaginn 21.september verður árlegt hálfmaraþon Kayakklúbbsins. Mæting er klukkan hálftíu í Nauthólsvík og ræst klukkan tíu. Fimm mínútna skyldustopp verður í Gróttu og endað svo í Geldinganesi þar sem verða grillaðar pylsur í boði klúbbsins. Allar hjálparhendur boðnar sérstaklega velkomnar s.s. tímatökufólk og ljósmyndarar og gaman væri ef einhver drónaeigandi tæki myndir af hópnum í upphafi og lok keppni. Þar sem hálfmaraþon er ekki maraþon heldur bara hálfmaraþon þá ættu allir sem eitthvað hafa róið í sumar að treysta sér í þessa keppni og ég tala nú ekki um hópinn sem er í Stykkishólmi í þessum skrifuðu orðum enda lýðnum ljóst að eina ástæða Symposium í hólminum er að fólk nái sem bestri æfingu fyrir hálfmaraþonið góða. Í fyrra fengu allir keppendur medalíur í hálfmaraþoninu svo ef þú lesandi góður ert forfallin medalíusafnari þá gæti hér verið tækifærið til að bæta einni við safnið. Við í keppnisnefnd minnum keppendur á að taka með vatnsflösku og nestisbita og hlökkum til að njóta dagsins með ykkur.

Seinni partinn í nóvember mun keppnisnefnd standa fyrir tæknikeppni í sundlauginni í samráði við sundlaugarnefnd ef næg þátttaka fæst. Keppt verður í nokkrum nauðsynlegum tækniæfingum, kúrekasjálfsbjörgun, veltu og wet-re-entry. Nú er lag að nýta vel sundlaugaæfingar haustsins til að brillera í tæknikeppninni í nóvember.  

Kveðjur frá keppnisnefnd (Ingi, María, Tobbi, Heiður og Helga)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum