Róið á mínum fyrsta kayak í árdaga

29 apr 2014 13:28 - 29 apr 2014 13:44 #1 by Klara
Í framhaldi af þessu og svona til gamans þá fór ég að kanna með stofndag klúbbsins og þá kemur sér vel að geta leitað til sérfræðinga.

Þetta segir Steini um stofnun Kayakklúbbsins:
"Fyrsti formlegi fundur óstofnaðs félags var haldinn 10. feb. 1981 þar sem ákveðið var að boða til stofnfundar og um leið fyrsta aðalfundar Kayakklúbbsins þann 7. apríl, fyrstu félagsgjöld voru þó greidd 25. feb."

Við gleymdum semsagt að fá afmælisköku þann 7. apríl síðastliðinn og þurfum að bæta úr því við fyrsta tækifæri.

Vona að fólk hafi hafi séð á heimasíðunni gömul fréttablöð klúbbsins (undir klúbburinn/skjalasafn), mjög skemmtileg og fróðlegt.

Það væri gaman ef pennaglaður félagsmaður myndi skrifa pistil um sögu klúbbsins? Eða er sagan kannski þegar til í rituðu máli?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2014 17:31 #2 by Ingi
Þetta er fín heimild um upphaf sjókayamennskunar eins og hún er í dag Sævar.
Mín fyrsta kayakreynsla var á sérstöku straumkayak æfinga svæði þar sem hægt var að velja sér braut og láta sig fljóta meira og minna niður að fossi sem var ca 1-2 metrar á hæð. Ég fór nokkrar bunur þarna og hafði gaman af. Þetta var árið 1989. Síðan var farið og gist við á eina sem stífluð var til rafmagnsframleiðslu og hafði verið auglýst víða í Evrópu í straumkayak blöðum hvaða dag hleypt yrði úr stíflunni og voru þarna nokkur hundruð manns frá Stór-Evrópu svæðinu. Þetta voru að minnsta kosti 20 km og eftir ca 100 til 200 hvolfanir á leiðinni fannst mér að þetta væri nú ekki sport fyrir miðaldra fólk en ég var þá innan við 30 ára. Sjókayak var nánast óþekkt fyrirbæri í Frakklandi á þessum tíma og 10 árum seinna dró Eva mig og alla fjölskylduna á sjókayak í Walvis Bay í Namibíu. Síðan þá er maður búinn að gutla í þessu og haft gagn og gaman af..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2014 11:54 - 17 apr 2014 18:06 #3 by Sævar H.
Þegar ég byrjaði í kayaksportinu var ekki mikið um úrval kayaka . Og til að svala forvitni minni um hvort þetta sport hentaði mér var ekki lagt í mikinn kostnað við upphafið.
Keyptur var uppblásanlegur kayak frá Ameríku fyrir fáeina USD,
Þessi kayak var fyrir einn mann. Hann var uppblásinn á báðum hliðarslöngum ásamt botni . Sætið var einnig uppblásið. Efnið var þunnt PVC plast.
Hann var mjög meðfærilegur að ferðast með og síðan bara pumpaður upp á staðnum.
Á þessum farkosti réri ég inni á Sundum m.a umhverfis Viðey og víðar frá Geldinganesinu.
Einnig í Hvalfirði frá Hvammsvík vítt um.
Mesta ferðin var í Breiðafjarareyjarnar við og kringum Dagverðanes.
Engin svunta var - báturinn var alveg opinn. Sjóhæfni var góð og stöðugleiki ágætur.
En það var galli hversu varlega þurfti að fara til að forðast leka á belgnum. Því voru bætur ,lím og pumpa alltaf um borð.
Mer er minnisstæður róður út í Viðey frá Geldinganesi . þegar lak úr annari hliðaslöngunni og ég þurfti að taka land á Sundabakka til að bæta.
En ekki náðist mikill róðrarhraði 3,5- 4 km/klst þegar best gekk.
Það var því skipt yfir í plastkayak , Hasle Explorer að nafni sem hefur þjónað mér vel og lengi.
Fyrsta "flotvestið " var uppblásinn púði sem troðið var innan undir regnjakka- að framanverðu- en var samt í blautgalla.

Sævar Helgason , kayakræðari á róðri við Dagverðanes undan Fellströnd
Myndina tók Hörður Kristinsson sem var með í ferðinni en kayaklaus. Hann var að kynna sér undur kayakmennskunnar hjá Sævari Helgasyni , hinum þrautreynda kayakræðara - um Breiðafjarðareyjar.

Hafið gaman og nokkra skemmtan af :_)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum