Einn á ferð

18 apr 2014 09:12 - 18 apr 2014 09:17 #1 by Gíslihf
"Alexander mikli" er nú lentur á Kanaveralhöfða, eða réttara sagt í Kanaveralhöfn (Port Canaveral) sunnan við höfðann fræga. Einn vina hans segir að hann ætli síðan að róa norður vatnaleiðina innan strandar, sem sjá má t.d. á Google Earth og að honum verði fagnð í New Smyrna Beach. Landar hans eru greinilega hreyknir af sínum manni.
Hér sést kappinn fagna, heldur sjóaður og þreytulegur. plus.google.com/115946681830282374712/posts
Athugið að yfirleitt er hægt að smella á "Translate" til að sjá textann á ensku, þótt þýðingin sé ekki alltaf alveg í lagi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2014 18:59 - 24 feb 2014 18:59 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Einn á ferð
Ég var að koma úr róðri inn að Korpu og kíkti á Olek Kallinn um leið og ég kom heim:
Hann er nú kominn í höfn í Bermuda sbr.
plus.google.com/115946681830282374712/posts
Einn vinur hans sem skrifa á vefinn er farinn að kalla hann "Alexander mikla".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2014 10:22 - 18 feb 2014 10:23 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Einn á ferð
Þetta er heilmikið skip -sennilega með um 4 tonna burðargetu ,eða meir. Sennilega byggist ferðamátinn mest á reki fyrir straumum og vindi. Allavega á skipið lítil skylt við kayak annað en árina. En skipstjóranum er ekki fisjað saman. Mér sýnist að baki skipstjórans liggi samanpakkað rekakkeri- stórt og mikið. Það er búnaður sem ég skil vel við stjórnun á svona skipi í vindi og erfiðu sjólagi til að flatreka ekki. En þetta eru vangaveltur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2014 09:20 #4 by palli
Replied by palli on topic Einn á ferð
Þetta er hörkukall greinilega.

Gaman að fá þessar upplýsingar frá þér Gísli. Takk fyrir það

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2014 23:46 - 17 feb 2014 23:52 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Einn á ferð

Þessi mynd ætti að svara vangaveltum þínum.

Sjá einnig fleiri myndir á síðunni:
plus.google.com/115946681830282374712/posts
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2014 20:37 #6 by Jói
Replied by Jói on topic Einn á ferð
Ég hélt að svona kayak ræðarar þyrftu nú ekki stýri, hef nú fundist á mönnum innan klúbbsins að stýri séu nú alger óþarfi og bara fyrir nýgræðinga. Það allavega hefur komið þannig út frá mínu sjónarhorni..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2014 19:27 #7 by Sævar H.
Rekakkeri leysir svona vanda við að lensa undan vindi . Við það heldur maður bátnum réttum. Þá hnýtir maður rekakkeris bandinu á annað hvort stefnið. Sjálfur geri ég talsvert af svona kúnstum á mínum fiskibát þegar ég ligg yfir á fiskiríi í öldu og vindi. Þessir kallar hljóta að vera með eitt eða fleiri rekakkeri með sér. Það er grunnbúnaður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2014 17:35 - 17 feb 2014 17:40 #8 by Gíslihf
Útlitið dökkt hjá Olek.

Nú er vindurinn hættur að blása til Bermuda og eins og er berst Olek trúlega suðaustur út á hafið stýrisvana, en ég get þó ekki séð SPOT merkin hans. Hann segir sjálfur í skeyti í lok gærdagsins 16. feb.:
"I had a terrible night. First I experienced 1.5h of Thunderstorm, afterwards the wind was up to 35kn. I drifted sideways to the waves and the boat got hit severly by the waves." (35kn = 17,5 m/s)
Við getum gert okkur í hugarlund ástandið. Vindur um og yfir 10 m/s dag eftir dag á opnu hafi og hafaldan byggist upp, báturinn á lensi, en stýrislausum slær honum þversum og leggst hvað eftir annað á hliðina. Öldubrotin ganga ýmist yfir dekkið eða skella á síðunni.
Þegar Simon Osborne og félagar reru yfir hafið fyrir fáeinum árum reru þeir á vöktum og voru hálf ruglaðir af svefnleysi. Ég spurði Simon hvers vegna þeir hefðu ekki tekið sér svefnhvíld um nóttina og það var einmitt af þessari ástæðu, það varð að róa undan vindi og öldu til þess að bátnum slægi ekki þverum fyrir.
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2014 23:09 - 15 feb 2014 23:11 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Einn á ferð
Ég fylgist daglega með Riaan suður af Kanarí og Olek (Alexander Doba) í Bermuda þríhyrningnum.
Það gengur þokkalega hjá Riaan, enda dag og nótt í meðvindi. Olek er hins vegar búinn að vera um 5 vikur að hrekjast um sama svæðið milli Bermuda og Florída eftir að hafa gengið vel yfir hafið frá Portúgal. Víðáttumikil hæð yfir miðju Atlantshafi rekur á eftir lægðunum til Bretlands, veldur norðlægum vindi suður af Kanarí en SV vindi þar sem Olek er og svona bát er ómögulegt að róa móti vindi fyrir einn ræðara.
Svo gerðist það s.l. fimmtudag13. feb. að stýrið brotnaði og því er hann enn ver staddur. Hann þarf að fá viðgerð þar, en þykir miður að hafa þá ekki tekist að ljúka ferðinni án aðstoðar. Stefnan er nú tekin til Bermuda skv. ráði vinar hans eins og hér má lesa:
February 14, 2014
"According to Andrzej's suggestion I am heading to Bermuda. The Bermuda Triangle has given me very hard time (my unlucky number 13!!). Olek "
February 15, 2014
"Forecast favorable. Next week I should see Bermuda. The idea of the expedition: self-crossing between continents - disrupted. After the repairs - the direction to Florida again! Olek"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2014 21:47 - 08 feb 2014 22:12 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Einn á ferð
Jú, ég fylgdist af áhuga með Alexander Doba á vefnum þegar hann reri yfir hafið 2011. Við eigum það sameiginlegt að vera komnir "á aldur" og þolum vel að vera einir og eigum greinilega báðir eiginkonur sem hafa trú á okkur. Hins vegar höfðar svona ferðalag ekki sérstaklega til mín, það er landið sem heillar mig og ströndin með straumum, röstum, eyjum, skerjum, brimi og boðum og lífríkinu sem þar er. Alexander er ótrúlega seigur og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefa en hlýleiki góðra kvenna bræðir hann greinilega eins og ummæli hans um konur frá 2011 ferðinni sýna:
"I cordially greet the familiar women from Brazil. Alina in Vitoria, Praia das Eve in Fontes, Magda and Hanna in Fortaleza. It's thanks to you I survived the initial period on an unknown continent, with a foreign language to me Portuguese.(Pólska í Google þýðingu.) "
Ef við skoðum vindakortið ( earth.nullschool.net ) sjáum við að eins og er blæs vindurinn hjá Riaan og Vasti á eftir þeim yfir hafið og mundi bera þau til strandar norðan við Amazon og Brasilíu, sunnan við Barbadoseyjar við Karíbahaf.
Þessi staðvindur sveigir svo upp utan við eyjaklasa Karíbahafsins og sveigir til baka í austur út á hafið aftur fram hjá Bermudaeyjum eins og kortið í greininni sem Gummi tengir í sýnir. Þarna virðist hann hafa verið fastur í vindgildru undanfarið. Eins og er tel ég að best væri að hætta að slást við vindinn og hleypa undan austur til Bermuda og bíða þar lags.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2014 14:17 - 08 feb 2014 14:20 #11 by Gummi
Einn á ferð was created by Gummi
Ég veit ekki hvort nokkur hefur veitt þessum eldri herramanni frá Póllandi nokkra athygli, en hann á skilið mun meiri athygli en ákveðin herramaður sem er núna að róa í kjölfar hans.
Á árunum 2010 til 2011 réri hann frá Senegal í Vestur Afríku til Brasilíu í Suður-Ameríku á 99 dögum og er núna síðan í haust búin að vera að róa frá Portúgal til Flórída-USA og er búin að vera að basla síðan um jól á sama staðnum nánast.
Ég mæli með að fólk skoði hvað kappin er búin að vera að dunda sér við eftir að starfsæfini lauk og hann fór á eftirlaun.

plus.google.com/u/0/115946681830282374712/about

www.canoekayak.com/touring-kayaks/first-...eaks-47-day-silence/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum