Það vorar við Geldinganes

21 mar 2017 21:13 - 21 mar 2017 21:14 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Það vorar við Geldinganes
Æðarfuglinn er sætur og mjúkur, frábær kafari, hraður á flugi og gefur af sér fyrsta flokks dún. 1200 dollarar á kg síðast þegar ég gáði. Og vargurinn tekur eitthvað af ungum, en góðu fréttirnar eru þær að hann hefur bara 10 daga til umráða í þeirri veislu - því eldri ungar vekja ekki áhuga hans. Og síðan með blikana sem láta sig hverfa. Það er allt í lagi því kollurnar ráða fóstrur (geldfugla) til að passa ungana og eru þetta oft stórir hópar ungar með nokkrar fóstrur og unga úr mörgum mismunandi hreiðrum. Og mæðurnar sjálfar að fita sig eftir útungun og orkufrekt stúss sem tilheyrir. Þessar ráðstafanir veitir vörn gegn varginum. Annars er það ekki vargurinn sem spillir miklu hvað varðar vöxt og viðgang æðarstofnsins því hann er í raun í sókn hérlendis - ólíkt flestum Evrópulöndum þar sem hann er á undanhaldi. Aðallega vegna ágangs manns. Vargurinn hefur miklu minni áhrif en við höldum. Eigi að síður leitt að sjá unga hverfa í kjaftinn á þeim.
Annars ætlaði ég að minna á Næturróður II annaðkvöld. Sjáumst hress.
Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2017 14:42 - 21 mar 2017 14:44 #2 by Gíslihf
Það var friðsælt við Geldinganes áðan.

Litlir hópar æðarfugla syntu um við fjöruna beggja vegna Eiðis og korrið í þeim var róandi og friðsælt. Þó var ekki allt sem sýndist, þegar betur var hlustað mátti heyra blikana segja - sjáðu mig ég er bestur - hæ kolla mín er ég ekki flottastur - og þær snerust í kringum þá eins og þær væru að skoða vöruúrvalið. Einn og einn bliki var að ónotast út í kynbróður sinn og fæla hann burt.

Það sem mér þykir svo verra er að síðar í sumar þegar kollurnar synda með unghópinn og vargurinn steypir sér niður til að gleypa ungana þeirra, þá eru blikarnir víðs fjarri og sýna engan áhuga lengur.

En það vorar - og ég er alltaf jafn glaður að það skuli gerast aftur og aftur - og ég finn að lífið er dýrmætt.

Jæja - það er best að fara að gera sig kláran fyrir æfingu við Gróttu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum