Félagsróður/Þorraróður - 6. febrúar

07 feb 2016 13:06 - 07 feb 2016 13:07 #1 by Klara
Það voru 10 bátar á sjó í gær og eins og stundum áður var veðrið skárra en veðurspár höfðu gefið til kynna.
Lagt var upp með það að róa Geldinganeshring en þegar á sjó var komið þá var ákveðið að bæta við Þerneyjarkrækju.
Tíðindalítill róður.

Eftir róðurinn beið Þorraveisla og við bættist nokkur fjöldi félagsmanna sem gleypti í sig saltað selspik, hákarl og annað "góðgæti".

Takk fyrir skemmtilega morgunstund.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2016 18:30 #2 by SAS
Þá er þessi ónýti gæðamatur er kominn á bakka. Matseðilinn er eftirfarandi

Ný sviðasulta
Ný grísasulta
Reyktir hrossasperðlar
Hangikjöt
Flatkökur og smjör
Harðfiskur
Súr sviðasulta
Súrir pungar
Súr lifrarpylsa
Súrir lundabaggar
Súr hvalur
Rófustappa
Hákarl og brennivínsstaup
Saltað selspik al la Andri

Vonast eftir að sjá sem flesta á morgun

kv
Sveinn Axel
The following user(s) said Thank You: Vigfús

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2016 17:00 #3 by Andri
Ég smakkaði selspikið um helgina og það er orðið fullverkað, gríðarlega gott á mælikvarða spiks :)
Treysti því að Þorrakóngurinn mæti líka með hefðbundnari þorramat.

Kv,
Andri
The following user(s) said Thank You: Vigfús

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2016 11:09 - 03 feb 2016 11:10 #4 by Klara
Undirrituð verður þess heiðurs aðnjótandi að stýra þorraróðri á laugardaginn.
Það verður ekki venjulegur félagsróður því að eftir róður mun Þorrakóngurinn Sveinn Axel Sveinsson framreiða þorramat í boði klúbbsins.
Selspik fyrir þá sem vilja í boði Andra....

Veðurspáin er ágæt en ís gæti sett okkur skorður.
Skv. þeim sem réru í gær voru fáar róðrarleiðir færar.
Við sjáum til og ákveðum leið á pallinum.

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna, hvort sem er í róður eða mat, eða bara í mat.
Skora á þá sem þora og hafa heilsu til að taka ísveltu og fá sér svo saltað selspik (hvort er skárra???).

Sjáumst á sjó á laugardaginn.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum