Fjölbreytt markmið

05 ágú 2015 17:39 - 05 ágú 2015 19:25 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Fjölbreytt markmið
Það eru svo tveir aðrir hópar sem bæta má við á Listann um ólík áhugamál sjóræðara:
11. Leiðsaga og róðrastjórn (Sea leader)
12. Þjálfun og kennsla (Coaching)
Við Guðni Páll ætlum báðir til UK í haust til að vinna að 5 stjörnu leiðsögn og getum vonandi æft okkur eitthvað saman áður. Það gæti nýst öðrum áhugasömum t.d. ef einhver er að stefna á 4ra stjörnu þjálfun og próf því að inntökuskilyrði fyrir 4ra stjörnu próf eru:
  1. 3ja stjörnu færni - siglingafræðinámskeið - fullnægjandi frammistaða í þjálfun - fyrsta hjálp
  2. 24 skráðar sjóferðir amk 4 klst langar sem gefa fjölbreytta reynslu (strandir, sjólag, hafsvæði, birtuskilyrði, myrkur, fallastraumur að 3 kn, vindur að BF5, þveranir að 2 nm, útileguferðir)
  3. 5 þessara ferða farnar sem aðstoðar-'leader'
Venjulegir félagsróðrar ná aldrei þessum 4 klst, það eru aðeins sumarferðir klúbbsins. Það er lítið mál að bæta úr því.
Magnús Sigurjónsson hefur haldið þjálfunarnamskeið í samstarfi við kennra frá Cornwall og ISKGA alþjóða leiðsögu á sjókajak, en reynslunnar verður hver og einn að afla sér sjálfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2015 13:47 - 02 ágú 2015 16:46 #2 by Gíslihf
Stundum er erfitt að svara því hvað hafkeiparóður gefur okkur. Markmið markeiparæðara eru svo fjölbreytt að ætla mætti að þeir iðki margar ólíkar greinar íþrótta og útivistar.
  1. Einn er að veiða,
  2. annar æfir "veltur og núll km" (sá eini sem ekki þyrfti að æfa veltur!)
  3. sá þriðji safnar kílómetrum í bókina
  4. sumir æfa tæknibrögð og ráð við vá
  5. suma heillar hættan
  6. tæknidellumenn og hagleiksmenn geta notið sín hér sem víðar
  7. einn stingur okkur flest af og þjálfar sig til að auka hraðann
  8. sumir vilja vera einir og huga að fuglum hafsins
  9. aðrir vilja fara í æfintýraleiðangra
  10. margir vilja helst vera með góðum félögum.
Listinn getur verið lengri og í næstu færslu ætla ég að skrifa fyrir þann delluhóp sjókeiparæðara sem ég er sjálfur í. Að kalla okkur íþróttafélag með keppnum og Íslandsmeistaratitlum er bara að setja upp einn af mörgum höttum okkar sækeipafólks.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum