Rekstrarkosnaður ræðarans

06 mar 2015 18:34 #1 by Gíslihf
Satt að segja held ég að þetta gengi ekki hér á sama hátt og í Danmörku. Við Íslendingar viljum helst eiga tvöfaldan bílskúr fullan af dóti og græjum. Ef ég man rétt var fyrirtækið Thule með eitthvað svona þegar ég var að kynnast sjókajak og hætti svo þeirri þjónustu.
Þetta var bara áhugaverð pæling vegna þess að trúlega er meira vit í þessu ef litið er á meðferð fjármuna og nýtingu fjárfestinga.
Hugsanlega kemur að þessu síðar hér á landi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2015 17:54 #2 by Jói Kojak
Heldurðu að það sé einhver grundvöllur fyrir svona leigu Gísli?

Þekki ágætlega til kajakhotellet.dk. Leigði oft bát hjá þeim þegar þurrkurinn var að fara með mig og réri í kringum Amager strandpark.
Þeir eru með verslun, bæði niðri á strönd og netverslun ásamt því að vera með námskeið svo ég hugsa að innkoman sé minnst í gegnum búnaðarleiguna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2015 15:43 #3 by Icekayak
Skemmtileg umræða hjá ykkur, leyfi mér að koma með sýnishorn fra danaveldi. Þrátt fyrir mun blíðari aðstæður, kjósa margir af þeim sem róa allt árið, að fjárfesta í þurrgalla. Slík flík td. Musto liggur í kringum dkr. 4500-8000, hægt er að fá þurrgalla saumaða eftir máli fyrir dkr. 3-4000, Kotakat kostar víst í kringum dkr. 8-10.000
Margir róa hinsvegar mun léttklæddari allt árið, sá pakki gæti dottið fyrir horn á dkr. 1-3000
Kajakar kosta frá dkr. 5000-35000 og liggja oftast á bilinu 10-25000, plast fer þó sjaldan yfir dkr. 10000
Allan annan búnað liggja svo kajakfélögin inni með, báta, árar, björgunnarvesti, svuntur, áraflot og pumpur....
Auðvitað er misjafnt hvað er í boði í hverju félagi, slíkt ræðst af áherslum hvers félags - en flest félög hafa góða blöndu af bátum og búnaði. Félagsgjöld liggja yfirleitt í kringum dkr. 1000-2000, oftast standa félagsmönnum í einhverju mæli pláss fyrir sína eigin báta til boða.
Mikill munur getur verið á því hversu mikið fólk rær í félögunum, þar sem ég þekki best til er þetta þannig að þeir sem róa allt árið - ná oftast yfir 2000km - sem dugar fyrir plássi í topp 10, tæplega 400km duga oftast fyrir plássi í topp 50

Með kveðju frá Danmörku

Fylkir Sævarsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2015 12:22 - 06 mar 2015 12:29 #4 by Gíslihf
Það tekur út yfir allan þjófabálk ef gallar eru ódýrari í dýra-rikinu Noregi en hér heima. :angry:
Það sem ég var annars að pæla var hvað þetta sport kostar, ekki einhver galli og til að gera því góð skil þarf fagleg vinnubrögð og ódýran vinnukraft (=háskólanema) og vísa ég málinu til Tóta Matt :cheer:
Þá gæti komið í ljós að sumir stunda róðurinn sjaldan, taka e.t.v. smá rispur í 2-3 vikur að sumri. Bátar taka pláss og rykfalla í bílskúrum eða eru úti bak við hús og fjárfesting upp á t.d. 900 þús. gæti nýst í annað. Hins vegar gæti sami aðili farið til búnaðarleigu (outfitter), eða klúbbs sem væri með væga leigu til félaga, og fengið allt sem hann þyrfti og jafnvel kennslu eða leiðsögu.
Maggi Sigurjóns er með vísi að þessu öllu og svo eru einhverjar fyrirmyndir erlendis sem við vitum um eins og Kajakhotellet.dk og KajakPiloterne í DK.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2015 13:12 #5 by Jói Kojak
Ætli mesti kostnaðurinn hjá mér liggi ekki í eldsneyti og gistingu. Tekur mig þrjá tíma hvora leið til Voss - þangað sem ég fer oftast, allavega yfir sumartímann.

Keypti minn fyrsta þurrgalla á 250 pund í Skotlandi og hann entist í tæp fjögur ár. Núna í haust fékk ég mér galla frá Bombergear á tilboði hér á 5000 NOK. Það þykir vel sloppið hérna í Noregi.
Kokatat gallarnir liggja í kringum 10000 kallinn en mér sýnist þeir vera langvinsælastir hér, allavega á meðal sjóræðara. Þekki nokkra straumræðara sem hafa keypt eða látið kaupa þá fyrir sig í USA og þá er verðið í kringum 5000 NOK.

Endingin fer að sjálfsögðu eftir gæðum, notkun og umhirðu. Ég skola dótið t.d. reglulega og smyr tútturnar með Seal Saver. Kannski munar einhverju á endingu hjá sjó- og straumfólki. Við erum ekki í saltvatni og á sumrin getum við hvílt þurrgallana vegna veðurblíðu. Margar hliðar á þessu.

Mér þykir 240 þúsund dálítið mikið fyrir Kokatat. Er það verðið í dag? Hér kosta þeir ca. 175.000 ISK.

Fiskbúð Sævars, Geldinganesi ? Væri það eitthvað ? B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2015 20:38 - 04 mar 2015 20:51 #6 by Sævar H.
Já, stofnkostnaður og síðan rekstrarkostnaður er talsverður við kayaksportið.
Rekstrarkostnaður er í raun ekki mikill ef sportið er eitthvað stundað. Og heilsusamlegt er það ef hóf er á.

Síðan má nýta dótið til að ná kostnaði niður með t.d veiðum - en öllum Íslendingur er frjáls fiskveiði til eigin neyslu
Og fiskur er dýr í dag hálfgerð lúxusmatvara.

Ég geri talsvert af svona fiskveiðum og stefni að stóraukinni nýtingu á kayaknum við svoleiðis stúss:

Meðfylgjandi er mynd af smá aflabrögðum - svona um 10- 15 þúsund kr virði út úr búð. ;)
Það má lækka rekstrarkostnað með ýmsu- sumir eru í leiðsögn með hópa.

Þetta eru þorskar
B)
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Ingi, torfih

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2015 20:13 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Rekstrarkosnaður ræðarans
Þetta er alveg rétt reiknað hjá þér Gísli. Enda ekki von á öðru. Þetta sport er samt ódýrt miðað við ýmislegt annað sport. Ég átti mótorhjól á yngri árum og get vottað að það er aðeins dýrari pakki. En heilsusamlegra áhugamál er vandfundið. Ef maður fer eftir grunn öryggisreglum. Heilgalli úr goretex er auðvitað toppurinn í klæðnaði. Ég á ennþá neopren galla sem ég keypti fyrir löngu og nota hann á sumrin og spara heilgallann. Góður róðrarfélagi er vandfundinn en kostar ekkert og ef þú finnur einn þá reynir þú að halda í hann eins og þú getur. Ég þekki sem betur fer nokkra.. B)

bkv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2015 14:18 - 04 mar 2015 14:21 #8 by Gíslihf
Það er ekki ætlunin að fæla neinn frá sportinu, en ekki er slæmt að vera raunsær í fjármálum.
Þetta kom í hugann nú þegar ég er að fríska gamla hringróðursgallann (Koktat) upp líklega í síðasta sinn, leggja hann i bleyti, þvo með sérstökum sápulegi og síðan með vatnsvörn og setja hann eftir það í lekapróf og hugsanlega smáviðgerð hjá GG.

Segjum svo að nýr galli sé á kr. 240 þús. og endist meðalræðara í 5 ár. Skv. róðrayfirliti okkar fyrir Geldinganes árið 2014 má telja að meðalræðari rói 16 róðra á ári (fundið út frá öllum sem fóru oftar en í einn róður) eða 80 róðra á ævitíma gallans.
Gallakostnaður er þá kr. 3 þúsund á róður.
Það væri fróðlegt ef einhverjir fara lengra með þetta mat á rekstrarkostnaði - en eigum við ekki að sleppa jöklajeppunum :unsure:
Niðurstaðan gæti orðið áhugaverð og grundvöllur að einhvers konar þjónustu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum