Öryggismál

05 des 2014 12:38 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Öryggismál
Er þetta ekki staðurinn þar sem Gummi Breiðdal fór úr axlarliði eitthvað fyrr en ég byrjaði í þessu sporti?

Ég er oftast með hjálminn í afturlestinni þegar hann er ekki á höfðinu :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2014 13:52 #2 by Klara
Replied by Klara on topic Öryggismál
Ég er ein af þeim sem hafa verið löt að nota hjálm þrátt fyrir öryggisstefnur og útbúnaðarlista en...

Ég fór í róður í gærkvöldi sem átti að vera rólegur tunglskynsróður enda ágætt veður. Eftir vindasamt veður síðustu daga voru ennþá nokkrar öldur á ferðinni og tók ein þeirra mig eins og léttan korktappa við NA enda Geldinganess og þeytti mér langleiðina upp í grýtta fjöru.

Ekki gott að vera hjálmlaus í svona aðstæðum og hér eftir mun ég nota hjálm ef minnsta ástæða gefur tilefni til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2014 13:42 #3 by Klara
Replied by Klara on topic Öryggismál
Takk fyrir það Sævar.
Þetta og ýmsilegt annað sá ég á facebook síðunni hjá kayaklúbbnum á Möltu. Ég réri með þeim sl. vor, mjög virkur og skemmtilegur hópur. Það er til dæmis grein hjá þeim um klæðnað fyrir vetrarróðra (þeim fannst hrikalega kalt þarna í vor, ekki nema svona 20°hiti og sjórinn ca.10°c...): www.paddling.net/guidelines/showArticle....m_medium=socialfeeds

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2014 13:08 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Öryggismál
Þetta er mjög góð samsetning á öryggismálum kayakræðara - þessi breska útfærsla.
Mæli með að Kayakklúbburinn þýði þetta á gott íslenskt mál og hafi hér á aðgengilegum flipa til skoðunar fyrir alla.
Mér finnst þarna vera fram sett með mjög skýrum hætti það sem að miklu gangni má koma fyrir kayakræðara - hyggist hann fara á sjó - hvort sem er í samfloti við annan , fleiri eða bara einn.
Þetta eru mjög einfaldlega fram settar leiðbeiningar en afar mikilvægar og skýrandi ljósar.

Sjálfur er ég að setja þetta á blað hjá mér og plasta sem fastabúnað fyrir róður- svona tékklisti.

Gott hjá þér Klara formaður að vekja athygli á þessum "link " Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2014 12:17 #5 by Klara
Öryggismál was created by Klara
Í kjölfar þess að breskur kayakræðari lést 15. nóvember sl. hefur "Sea Rescue - National Sea Rescue institute" í Bretlandi tekið saman nokkur atriði sem að þeirra mati eru mikilvæg varðandi öryggi kayakræðara. Þessi listi er miðaður við ræðara á surf-skíðum en þarna er margt sem við ættum að hafa í huga í öllum okkar róðrum:
www.nsri.org.za/2014/11/paddling-safety-precautions/

Það er líka ágætis samantekt á heimasíðu klúbbsins um öryggismál:
kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...fna-fgsr-mainmenu-91

Sjáumst á sjó - með öryggismál okkar á hreinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum