kayak tegundir, kostir þeirra og gallar

24 okt 2014 18:58 - 24 okt 2014 19:09 #1 by Sævar H.
Hasle Explorer er kayak nefndur.
Hann er úr steyptu plasti , þykkur og traustur.
Framleiddur í Noregi.
Þennan kayak er ég búinn að eiga í 14 ár og notað mikið án nokkurra vandamála.
Þegar ég var að leita eftir kayak fyrir mig - lagðist ég í rannsóknarvinnu.
Og niðurstaðan varð sú eftir að hafa lesið stutta ferðasögu dansks arkitekts sem keypti sér Hasle Explorer til sjóferðar ,2000 km leið suður með vesturströnd Grænlands.Hann lenti í 8 metra ölduhæð í ishröngli og jökum og dró kayakinn um nætur upp á ísinn m.a.
Einn á ferð.
Allt gekk án vandamála og enginn gagnvart kayaknum.
Þetta þótti mér líklegur kayak fyrir mig til róðra hér inni á Sundum og keypti minn Hasle Explórer af Gísla Garðarsyni leikstjóra sem hafði flutt inn tvo svona kayaka en annar varð afgangs.
Í stuttumáli hefur þessi gripur reynst mér framúrskarandi vel .
Hann er mjög stöðugur og ferðahlaðin sem klettur traustur.
Aldrei hefur hann hvoft mér og þó búinn að róa hónum í misjöfnu - víða. .
En einn galli er samt - það er ekki gott að læra veltuna á honum.
Þessvegna er ég ekki nokkur veltumaður .
Varðandi hraða - þá hangi ég yfirleitt nálægt miðju í hópróðrum .
Um róðrarþyngd hef ég engan samanburð - Hasle Explorer er lífsförunautur..... og ekkert framhjáhald . :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2014 23:26 - 23 okt 2014 23:26 #2 by eymi
Eigin bátar:
Prion, sem er algjör prammi, hægur, þungur en að sama skapi afskaplega stöðugur. Fínn fyrir byrjendur.

Valley Aquanaut, ótrúlega jafn góður. Fyrsti stöðugleiki lítill en sá seinni mjög góður enda frábær bátur í mikilli öldu. Ekkert sérstakur í veltu. Mjög rúmgóður, lipur og líklega sá besti ferðabátur sem mér dettur í hug. (Annar af þeim sem stendur uppúr)

NDK Romany Surf, frábær leikbátur, stöðugur, léttur í veltu og lipur í flesta staði .. er hægfara og ekki hentugur í ferðalög. Góður fyrir byrjendur og lengra komna til að leika sér á.

Valley Rapier, hraðskreiður en afksaplega valtur. Fyrsti og annar stöðugleiki er enginn, enda alls ekki fyrir byrjendur.. aðeins lengra komna. Rásfastur, allt í lagi í veltu og ómögulegur í hliðarvindi yfir 6 m/s.

Af öðrum bátum sem ég hef fengið að láni þá er einn sem stendur uppúr hjá mér, en það er Rockpool Taran 18 sem hefur næstum alla þá kosti sem ég þekki. Hraðskreiður, stöðugur, léttur í veltu, rúmgóður og þægilegur. Það eina sem má setja út á þann bát er að hann gæti verið betri í hliðarvindi :)

kv,
Eymi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2014 15:01 #3 by Gíslihf
Sínum augum lítur hver á silfrið, hverjum þykir sinn fugl fagur, enginn er dómari í eigin sök.
Með þetta í huga get ég þó sagt eftirfarandi:
NDK Explorer: Traustur, þungur, þungur í róðri, fylgir hæfilegri öldu vel, allmikill 1 stöðugleiki, góður í veltu aftur á dekkið án þess að vera sérhæfður til þess, rúmgóður til ferðalaga.
Valley Nordkapp, gamall: Traustur, þungur en þó sporléttur, fylgir öldu vel, lítill 1 stöðugleiki, ekki unnt að leggjast aftur á dekkið, góður ferðabátur, en þröngur fyrir farangur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2014 11:24 #4 by Ingi
Hverjir eru helstu kostir þíns kayaks? Hvaða galla hafa þeir ef nokkra?
Mér finnst tilvalið að fá fólk til að tjá sig um sína kayaka og hvaða samanburð fólk hefur í gegnum tíðina.
Það hafa verið hálfgerð trúarbrög um þetta en gaman væri að fá konkret álit sem flestra.

Ég byrjaði á heimasmiði sem hafði lítinn fyrsta stöðugleika þ.e. fyrstu 2-5° í halla en þegar maður hafði vanist því var hann alltí lagi og gaman að róa honum þó að hann væri frekar þungur á bárunni. Í mikilli öldu var hann afleitur þar sem að V laga botninn var svo stefnufastur og hann tók mikinn vind á sig.
Hasler Explorer var sá sem ég átti næst og var hann stöðugur en hægur á miðað við þá sem helst sáust í róðrum klúbbsins..

Læt þetta duga og vona að sem flestir hafi skoðun á sínum keip og vilji deila henni með okkur.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum