Útreikningar á stöðunni í Íslandsmeistarakeppnum á straum- og sjókajökum liggur nú fyrir. Einum Íslandsmeistaratitli hefur þegar verið landað og kom hann í hlut Rögnu Þórunnar Ragnarsdóttur sem er komin með 200 stig eftir tvær keppnir. Fullt hús stiga, sem sagt. Í öðrum flokkum er allt opið.
Efstur í straumflokknum er Ragnar Karl Gústafsson með 106 stig en Haraldur Njálsson fylgir honum með 105 stig. Anup Gurung iog Jón Heiðar eru í 3.-4. sætimeð 100 stig og þeir sem eru í þremur næstu sætum eru með 80-90 stig og geta því auðveldlega blandað sér í toppbaráttuna.
Í keppni á sjókajakökum-karlaflokki er Hilmar Erlingsson er efstur með 240 stig en í kjölfar hans fylgir ríkjandi Íslandsmeistari Ólafur B. Einarsson með 200 stig. Lengra er í næstu menn.
Í sjókvennaflokki eru Heiða Jónsdóttir og Megan Kelly jafnar að stigum með 100 stig.
Að kvennaflokki í straumi undanskildum ráðast úrslitin ekki fyrr en í síðustu keppnum sumarsins, þ.e. í Haustródeói og Hvammsvíkurmaraþoninu en báðar eru þær haldnar 4. september nk.
Stigataflan birtist ef ýtt er á read more.
Straumur
| Stig til Íslandsmeistara | |||
| Karlar | Samtals | Elliðaárródeó | Tungufljót |
| Ragnar Karl Gústafsson | 106 | 26 | 80 |
| Haraldur Njálsson | 105 | 45 | 60 |
| Anup Gurung | 100 | 100 | |
| Jón Heiðar Andrésson | 100 | 100 | |
| Kristján Sveinsson | 90 | 50 | 40 |
| Erlendur Þór Magnússon | 90 | 40 | 50 |
| Guðmundur Vigfússon | 80 | 80 | |
| Stefán Karl Sævarsson | 74 | 29 | 45 |
| Guðmundur Kjartansson | 68 | 32 | 36 |
| Viktor Þór Jörgensson | 62 | 36 | 26 |
| Reynir Óli Þorsteinsson | 60 | 60 | |
| Aðalsteinn Möller | 32 | 32 | |
| Jón Skírnir Ágústsson | 32 | 32 | |
| Jóhann Geir Hjartarson | 26 | 26 | |
| Garðar Sigurjónsson | 26 | 26 | |
| Elvar Þrastarson | 26 | 26 | |
| Andri Þór Arinbjörnsson | 24 | 24 | |
| Kjartan Magnússon | 22 | 22 | |
| Atli Einarsson | 20 | 20 | |
| Eiríkur Leifsson | 18 | 18 | |
| Konur | |||
| Ragna Þórunn Ragnarsdóttir | 200 | 100 | 100 |
Sjór
| Sjór | ||||
| Karlar | Stig í Íslandsmeistarakeppni | |||
| Samtals | RB | Sprettur | Flateyri | |
| Hilmar Erlingsson | 240 | 80 | 100 | 60 |
| Ólafur B. Einarsson | 200 | 100 | 100 | |
| Þorsteinn Sigurlaugsson | 80 | 80 | ||
| Halldór Sveinbjörnsson | 80 | 80 | ||
| Páll Reynisson | 60 | 60 | ||
| Ari Benediktsson | 60 | 60 | ||
| Gunnar Ingi Gunnarsson | 60 | 60 | ||
| Pétur Hilmarsson | 50 | 50 | ||
| Sigurjón Sigurjónsson | 50 | 50 | ||
| Örvar Dóri Rögnvaldsson | 45 | 45 | ||
| Þorbergur Kjartansson | 45 | 45 | ||
| Ingólfur Finnsson | 45 | 45 | ||
| Guðmundur J. Björgvinsson | 40 | 40 | ||
| Pjétur St. Arason | 40 | 40 | ||
| Rúnar Haraldson | 40 | 40 | ||
| Ágúst Ingi Sigurðsson | 36 | 36 | ||
| Gunnar Bjarni ...son | 36 | 36 | ||
| Konur | ||||
| Samtals | RB | Sprettur | ||
| Heiða Jónsdóttir | 100 | 100 | ||
| Megan Kelly | 100 | 100 | ||
| Helga Melsteð | 80 | 80 | ||
| Rita Hvönn Traustadóttir | 60 | 60 | ||
| Erna Jónsdóttir | 50 | 50 | ||
| Guðbjörg Rós Guðjónsdóttir | 45 | 45 | ||