Velkomnir nýir meðlimir í Kayakklúbbinn

Hér fyrir neðan eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir nýja félaga.

 

Komdu að róa!

Kayakklúbburinn stendur fyrir félagsróðrum frá Geldinganesi á fimmtudögum á sumrin og á laugardögum á veturna.

Sumarvertíðin stendur frá frá apríl fram til september. Þá er róið á fimmtudögum, mæting er kl. 18.00 og farið á sjó kl.18:30.

Vetrarvertíðin er frá september fram í apríl. Þá er róið á laugardagsmorgnum, mæting kl. 09.30 og farið á sjó kl.10.

Um alla félagsróðra, sumar sem vetur, gildir að hver ferð tekur 2-3 klst. oftast er kaffihlé. Vanalega eru á milli 10-20 ræðarar í hverjum róðri og nær undantekningalaust er fært á sjó.

Hægt er að fá lánaða báta, árar, svuntur og björgunarvesti í félagsróðrum.

Ekki halda að félagsróðrarnir séu lokaðir fyrir útvalinn hóp þrautþjálfaðra ræðara. Þvert á móti eru þetta róðrar sem eru sérstaklega fyrir nýja sem reyndari klúbbfélaga. Svo lengi sem þú hefur aðgang að bát og búnaði en vantar róðrarreynslu og félagsskap - þá er þetta hárrétti vettvangurinn til að byrj

Aðstaða Kayakklúbbsins

Kayakklúbburinn hefur aðstöðu til að geyma báta á tveimur stöðum í bænum. Hægt er að geyma sjókayaka í gámabyggðinni okkar á eiðinu við Geldinganes og í geymsluhúsi okkar við ylströndina í Nauthólsvík. Sjá nánar undir aðstaðan.

Geymsluplássið er því miður takmarkað þannig að alltaf getur sú staða komið upp að ekki sé pláss fyrir fleiri báta í hverri geymslu.

Minnt er á að Kayakklúbburinn ábyrgist ekki báta geymslu og tryggir ekki báta félagsmanna. Við hvetjum félagsmenn sem eiga báta í geymslu að huga að tryggingum þeirra hjá sínu tryggingafélagi.

 

Sundlaunaæfingar og ferðir

Kayakklúbburinn stendur fyrir sundlaugaæfingum á veturnar og ferðum á sumrin. Atburðir á vegum klúbbsins eru auglýstir hér á heimasíðunni og á facebook síðu klúbbins.

Sundlaugaræfingar

Sundlaugaræfingar klúbbsins eru haldnar á veturna og fara þær fram í innilaug Laugardalslaugarinnar, á sunnudögum milli klukkan 16:00 og 18:00. Vegna sundmóta um helgar falla æfingar stundum niður og því er þarf að fylgjast með á heimasíðu eða Facabook síðu hvort æfingar séu haldnar. Frítt er fyrir félaga klúbbsins, ef þeir taka fram í afgreiðslu sundlaugarinnar að þeir séu að fara á kayakæfingu.  Á sundlaugaræfingum fer vanalega ekki fram nein skipulögð dagskrá, æfingarnar eru hugsaðar til þess að félagar geti hist, æft róðartækni, félagabjarganir og veltur eða bara leikið sér og spjallað.  

Hægt er að fá lánaða báta, árar og svuntur á sundlaugaræfingunum. Einnig getur fólk mætt með sinn eigin búnað. Skilyrði er að þeir bátar og sá búnaður sem fer í laugina sé hreinn, og kayakar lausir við sand.  Ef fólk vill koma með sína eigin báta, þá er gengið inn með kayakana í enda innilaugarinnar, þ.e. innganginn sem er næst Laugum.

Ferðir

Kayakklúbburinn fer reglulega í ferðir frá vori fram á haust. Ferðir eru auglýstar í dagskrá klúbbsins og eru öllum félögum (og velunnurum) klúbbsins opnar, en félagsmenn hafa forgang ef nauðsyn er fjöldatakmörkunum.  Áður en farið er í ferð er gott fyrir byrjendur að hafa samband við fararstjóra ferðar og athuga hvort ferðin henti þeim. Alllar ferðir eru flokkaðar eftir erfiðleikastigi, sjá nánar í umfjöllun um Erfiðleikastig klúbbferða undir Öryggismál.

Þeir sem taka þátt í dagskrá klúbbsins gera það á eigin ábyrgð. 

Umgengni

Almenningur hefur rétt á að ferðast um óbyggðir Íslands hvernig sem ferðamátinn er og hver tilgangurinn með ferðinni er. Engin tegund ferðamennsku er öðrum æðri og enginn hefur rétt til yfirgangs. Við þurfum fyrst og fremst að vera kurteis og tillitsöm við hvort annað og virða þarfir hvors annars. Við virðum náttúruna og spillum henni á engan hátt.

Þetta er tekið úr uppkasti að umgengnisreglum SAMÚT. Kaflinn er mjög almennur og höfðar því til okkar allra. Við þennan kafla má bæta að ef að kayakfólk róir fram á stangveiðimenn er æskilegt að reyna að komast framhjá þeim án þess að valda mikilli truflun. Ef að til orðaskaks kemur er gott að muna að við eigum umferðarrétt á vatninu þó svo að þeir eigi veiðirétt eða jafnvel land að ánni/vatninu.

Félagsgjöld

Félagsgjöld fyrir einstaklinga er kr. 5.000.
Fjölskyldugjald er kr. 6.500.

 

Geymslugjöld

Aðstöðu- og geymslugjald í Nauthólsvík og Geldinganesi er kr. 10.000 fyrir sjókayaka en 13.500 fyrir Sit on top báta.
Þeir sem ekki hafa fengið gíróseðil geta greitt beint í banka. Reikningur félagsins er Íslandsbanki 0515-26-397777, kennitala 410493-2099

Reikningar eru gefnir út á vorin.