Keppnisskýrsla hefur borist frá Reykjanesi: Róið var inn Reykjafjarðarbotn með vesturbakkanum og síðan út að flugbrautarenda að austan um 7 km. 13 keppendur skráðu sig til keppni en 10 kláruðu. Vindurinn var frekar stífur þegar komið var á seinni legg brautarinnar.

Pétur Hilmarsson sendir kveðjur. Í skeytinu segir að mæting á hitting hafi verið minnsta móti enda hafi verið útlit fyrir frekar krefjandi veður. Fyrstur var Ólafur B. Einarsson sem reri í flokki keppnisbáta. Halldór Sveinbjörnsson var fyrstur karla í flokki ferðabáta og fremst kvenna var Helga Einarsdóttir á Sea Wolf. Smellið á Read more til að sjá heildarúrslit.

 

 

 

Úrslit voru svohljóðandi.

Ólafur B. Einarsson á Stellar brimskíði: 0.40.04.57

Ferðabátar - karlar

Halldór Sveinbjörnsson inuk. 0.42.02.61

Gudni Páll Viktorsson. Inuk. 0.44.44.23

Pétur Hilmarsson. Inuk. 0.46.56.57

Örn Torfason. Inuk. 0.51.02.67

Ágúst Ingi. Nordkapp 0.51.24.42

Rafn Pálsson. Nordkapp l. 0.53.59.83

Í flokk ferdabáta kvenna

Helga Einarsdóttir á Sea Wolf á 1.11.55.71

Arndís Jónsdóttir á Sardinia L. 1.15.56.15

Rán Höskuldsdóttir á Kittivek. 1.22.00.15