Alls tóku 22 keppendur þátt í Reykjavíkurbikarnum að þessu sinni.

Eins og áhorfendum Ríkissjónvarpsins er kunnugt vann Ólafur B. Einarsson Reykjavíkurbikarinn á laugardag og Þóra Atladóttir krækti í Reykjavíkurbikarinn í kvennaflokk á 1:06:20 á NDK Explorer. Ólafur reri leiðina á feykilega góðum tíma, 52:29 en við fyrstu yfirreið yfir gömul úrslit ber ekki á öðru en að um brautarmet sé að ræða. Það tekur smátíma að nálgast þessar upplýsingar í gagnabanka keppnisnefndar en staðfesting ætti að liggja fyrir á morgun. Glæsilega gert. Ólafur reri á Stellar-brimskíði sínu.

Úrslitin eru nú komin á síðuna - smellið á Read more

 

Hægt er að sjá umfjöllun um Reykjavíkurbikarinn og viðtal við Ólaf hér:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547329/2011/04/30/12/

Ólafur stóð sig auðvitað með mikilli prýði og lýsti íþróttinni vel - "Þetta sameinar svo margt, það er útiveran ... og svo er þetta frábær hreyfing og frábær félagsskapur." Varla hægt að orða þetta betur.

Ísfirðingar gerðu góða ferð suður því þeir hrepptu gull og silfur í flokki ferðabáta. Röð efstu manna var þessi:
1. Halldór Sveinbjörnsson á Kirton Inuk - 00:57:42
2. Pétur Hilmarsson á Kirton Inuk - 1:00:19
3. Eymundur Ingimundarson á Valley Aquanaut á 1:01:19

Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er eftir nýjum keppnisreglum sem settar voru til reynslu. Þær eru sem fyrr til umræðu á korki klúbbsins. Ekki hika við að tjá ykkur.

Í 3 km róðri karla var röð keppenda þessi:
1. Friðþjófur Árnason á Capella
2. Einar Friðgeirsson á Prijon Protheus
3. Ásbjörn A á Perception Essence 16

Í 3km róðri kvenna var röðin þessi:
1. María Breiðdal
2. Margrét Eiríksdóttir

Reykjavíkurbikarinn og Vorhátíðin tókust með ágætum. Keppnisnefnd þakkar sérstaklega Sævari Helgasyni sem hafði yfirumsjón með tímatökunni við snúnar aðstæður. Björgunarsveitin Kjölur á sömuleiðis skilið knús fyrir öryggisgæslu á sjó en Össur Imsland er búinn að knúsa þyrlusveit Landhelgisgæslunnar en hann var (óvænt) hífður upp úr sjónum á frábærri björgunaræfingu með Gæslunni.

Ásbjörn hjá Ellingsen kom færandi hendi. Ekki var nóg með að Ellingsen sæi fyrir útdráttarverðlaunum í keppninni heldur kom hann með fjóra nýja kayakstakka og gaf klúbbnum bara sisvona. Stakkarnir eru vel þegin búbót því mikilvægt er fyrir klúbbinn að eiga vandaðan og traustan búnað. Svo er  auðvitað skemmtilegra að bjóða nýliðum upp á nýja og glansandi stakka þegar þeir koma og fá að prófa. Við þökkum Ásbirni og Ellingsen kærlega fyrir.


Hér má sjá fullt af myndum frá keppninni og æfingunni sem björgunarsveitarmennirnir voru svo elskuleg að taka fyrir okkur.

https://picasaweb.google.com/runar.palmason/Reykjavikurbikarinn2011#

 

Flokkur keppnisbáta - karlar Stig
Sæti Nafn Bátategund
1 Ólafur B. Einarsson Stellar brimskíði 100
Flokkur ferðabáta - karlar
Nafn Bátategund
1 Halldór Sveinbjörnsson Kirton Inuk 100
2 Pétur Hilmarsson Kirton Inuk 80
3 Eymundur Ingimundarson Valley Aquanaut 60
4 Guðmundur Breiðdal Kirton Inuk 50
5 Örlygur Steinn Sigurjónsson Lettman Godthap 45
6 Rúnar Pálmason Valley Nordkapp 40
7 Páll Reynisson NDK Explorer HV 36
8 Þorbergur K Quajaq Sea Wolf 32
9 Össur Imsland NDK Explorer 29
10 Valdirmar H Valley Aquanaut 26
11 Egill Þorsteinsson NDK Explorer 24
12 Steffan I Point °65 22
13 Þórólfur Matthíasson Quajaq Viking 20
Flokkur ferðabáta - konur
1 Þóra Atladóttir NDK Explorer 100
3 km karlar
1 Friðþjófur Árnason Capella
2 Einar Friðgeirsson Prijon Protheus
3 Ásbjörn Á Perception Essence 16
4 Þór Ragnarsson Perception fiskibátur
5 Ragnar Sig Perception
3 km kvenna
1 María Breiðdal Valley Nordkapp
2 Margrét Eiríksdóttir Prijon Millenium