
Þá er komið að því!
 Sæl og blessuð öll.
Þá er komið að hinni árlegu og mjög svo spennandi nýliðaferð í Hvítá.
Planið er að fara laugardaginn 29. maí og verður lagt af stað frá  sundlaugini í laugardal, austurenda stúkunnar við brúnu trégirðinguna.  Við mætum þar klukkan 09:00 og leggjum í hann ekki síðar en 09:30. Þeir sem ætla að hitta okkur á Drumbó mæta þar klukkan 11:00.
Nánar í read more......
 
 
| 
| 
 Klúbburinn leggur nýliðum og sjóbátamönnum og konum til straumvatnsbáta,  árar og svuntur. Annan búnað þurfa þáttakendur að leggja til sjálfir  eða leigja hann fyrir mjög hóflegt verð á Drumboddsstöðum. Annar búnaður  er þurrgalli eða blautbúningur, ullarnærföt, neoprensokkar eða skór.  Við eigum reyndar einhvað af toppum en þeir eru í mjög misjöfnu  ásigkomulagi.
 
 Sú nýlunda er þetta árið að við óskum eftir að fólk sem hefur aldrei  róið sjókayak eða straumkayak á æfini, verði sér út um smá reynslu á  komandi sumri og mæti svo sprækt á næsta ári eða finni sér einhvern  traustan félaga til aðstoða sig niður ána. Það hefur nefnilega borið á  því að algerlega óvanir aðilar hafa komið með í ferðir undanfarina ára  og hafa nýtt alla vönustu mennina til að aðstoða sig niður á meðan  sjóbátamennirnir og hinir nýliðarnir hafa ekki fengið þá leiðsögn vanra  manna sem á að vera innifalin í ferðini fyrir þá.
 Við viljum auðvitað nýliða en við viljum að þeir mæti á æfingar í  sundlaugini og rói smá á sjókayak fyrst til að fá smá tilfinningu fyrir  því hvað það er að sitja í kayak.
 
 Jæja hvað um það við ætlum að eiga góðan dag í Hvítá og róa frá  Brúarhlöðum niður að Drumboddsstöðum. En sú leið er rómuð fyrir  náttúrufegurð og ljúfar flúðir. Vitað er að einhverjir aðeins vanari  ætli að róa frá Veiðistað og sameinast hópnum við Brúarhlöð sem er hið  besta mál.
 
 Þau ykkar sem ætla með eru vinsamlegast beðnin um að láta vita af ykkur  hér á þessum þræði.
 Þetta er alger skylduferð fyrir alla vana sjóbátakalla og konur. Því  fátt er hressilegra á kjördag en að dýfa sér í Hvítá í góðum hópi  straumvatns-ræðara auk þess sem þessi ferð bætir töluvert í sjálfsöryggið  ásamt töluverðri losun á Adrenalíni og Endorfíni að ferðalokum.
   
 Fyrir hönd ferðanefndar
 Gummi J.
 S:899-7516
 |  |  | 
|  |