ImageKajakklúbburinn Sviði á Álftanesi heitir eftir landnámsmanninum Sviða sem bjó á Sviðsholti á Álftanesi, næsti nágranni Vífils á Vífilsstöðum.  Við félagarnir höfum heyrt frá elstu mönnum á Álftanesi (nú horfnir yfir móðuna miklu) að Sviði hafi tekið smákrók til Gænlands á leiðinni hingað og keypt forláta húðkeip sem hann lék sér á í tómri gleði yfir landinu nýja. Reyni einhver að afsanna þessa sögu önsum við því í öngvu og látum sem ekkert sé.

Sviði er nýr kajakklúbbur stofnaður 2005 sem nýtur velvildar í bæjarfélaginu sem hefur stutt okkur með myndarlegu fjárframlagi til kaupa á búnaði og afnot af sundlauginni til æfinga.

Við viljum gjarnan auka við flóruna í kajakkeppnum og endurlífga Bessastaðabikarinn með okkar lagi. Leiðin er ca. 12 km, þar sem þarf að takast á við strauma og fjölbreyttar aðstæður

Tíminn (þ.þ 25. ág. 12:00) er valinn v. sjávarfalla. Í ár er smástreymt á keppnisdag og ófæert inn í Skógtjörn um strauminn.

Keppnisleiðin er lengri (ca. 1km)í ár og öðruvísi krefjandi en áður því keppendur verða að róa útfyrir Hliðstangann og áfram út fyrir Hrakhólanana.

Vestanátt getur gert leiðna vestur fyrir býsna erfiða. Leiðin norðurfyrir og inn í áttina að Arnanesvogi er lengri en sýnist. Síðasti spottin inn Lambhúsavíkina verður með aðfallinu, en markið er undir kirkjunni á Bessastöðum.

Keppnin sjálf byrjar í fjörunni í Garðabæ, í fínni sandfjöru undir Katrínarkoti ( blátt timburhús að hruni komið). Við bjóðum að sjálfsögðu hjálp við bátaflutninga á glæsilegri kajakkeru Sviða í báðar áttir, fyrir og eftir keppni.

Hérna gefst okkur í Sviða kjörið tækifæri til að kynna öðrum ræðurum Álftanes sem náttúrperlu og þeir munu í leiðinni kynnnast því hvílíkt kjörlendi Álftanes er fyrir íþróttina.

Sviði er að festast í sessi sem virkur kjakklúbbur, en við áttum keppendur 3 keppendur á Reyjavíkurbikar (10 km. í Geldinganesi) þ. 19.5. í ár. Í karlaflokki Bronz. Í kvennaflokki Silfur og í karlaflokki 50+ Silfur.

Sviði er að festa Bessastaðabikarinn í sessi sem árlega kajakkeppni.

Í ár er keppnin haldin í annað sinni undir merkjum Sviða, en á næsta ári verður keppnin ein af árlegu opinberum keppnum sem gefur stig til íslandsmeistara.

Árlegt kajakmót mun lífga upp á mannlífið á nesinu og festir Álftanes í sessi sem einn af eftirlætisstöðum kajakræðara.