Kayakklúbburinn hefur gert samning við Reykjavíkurborg um leigu á Laugardalslaug fyrir sundlaugaræfingar í vetur.
Vegna breytinga á fyrirkomulagi æfingatíma hjá Reykjavíkurborg fyrir íþróttafélög hefur ferlið tekið lengri tíma en við hefðum kosið, og einnig þrengir að starfsemi klúbbsins í lauginni.
Eins og í fyrra þarf að greiða aðgangseyri í laugina, auk þess sem klúbburinn greiðir gjald fyrir hverja æfingu og leigu á geymslu.
Þátttakendur í sundlaugaræfingum eru því minntir á að æfingarnar eru einungis ætlaðar meðlimum klúbbsins. Ef einhver á eftir að greiða félagsaðild er einfaldast að gera það hér eða í gegnum Abler appið.

Sundlaugarnefnd mun auglýsa æfingar þegar nær dregur, en fyrsta æfing vetrarins verður sunnudaginn 2. nóvember kl. 16:00–18:00.