Fimmtán vaskir ræðarar lögðu upp frá Geldingarnesi í morgun kl. 10:15. Farið var suður fyrir Viðey og yfir í Engey þar sem kaffistopp var tekið í fjörunni. Frá Engey var stímt beint yfir á Gróttu sem gekk klakklaust fyrir sig fyrir utan smá töf á sjó þegar markeiparnir voru stöðvaðir til að hleypa hvalaskoðunarbát fram hjá. Við Gróttu var um hálftíma kaffi stopp þar sem menn nutu smá sólarglætu. Marco fór þar á kostum, skenkti í glös handa öllum hópnum og bauð upp á bakkelsi þannig að það voru glaðir ræðarar sem fóru aftur á sjó.

Frá Gróttu var haldið í einum rikk inn í Nauthólsvík. Þegar komið var fyrir Búðagranda fengum við smá vind á móti en ekki var hann mikill og stuttu síðar fengum við smá rigningu, sem sagt ekta íslenskt veður.

Rétt áður en komið var inn í Nauthólsvík mættum við sjósundsmanni og Guðni var herramennskan uppmáluð og bauð honum far sem reyndar var ekki þáð.

Það voru sáttir ræðarar sem lögðu að landi í Nauthólsvík kl. 15:20.

Þessir réru: Örlygur (skipaður róðrarstjóri), Lárus, Kolla, Trina, Marco, Jónas, Hildur, Sveinn Axel, Guðni, Gunnar Ingi, Magni (að Eyjaslóð), Guðrún (að Gróttu) Kristinn, Gummi Breiðdal og Perla.

Myndir frá :