Frá Ágústi IngaLoksins komið vor í kayak fólk.  Yfir 30 manns mættu í róður enda  hitinn er komin yfir 10 gráður.  Sólin lét ekki sjá sig en það hélst þurrt og sjórinn hlýnar.

Róðið var úr miðjum Arnarnesvognum frá ramp við Háubakka.  Róðarstjórinn Gísli K. hóf róðurinn formlega í smá-smábátahöfn í væntanlegu brygguhverfi þeirra Garðbæinga við Löngulínu. Róðið þaðan fyrir bryggjuhverfið meðfram stönd Hraunsvíkur og Gálkahrauns um Eskines inn í Lamhústjörn.
Kaffistopp tekið sunnarlega í Gálgahrauninu.  Þar kynntu Reynir Tómas og undirritaður dagskrárliði sumarsins.
Áfram var róið yfir Lambhúsatjörnina en núna þvert yfir í átt að Bessastöðum því lágt var orðið í tjörninni og enn nokkuð í láfjöru.  Ekki sáum við forsetan, frú eða hjú með pönnukökur og þá ekkert annað að gera en að róða til baka út tjörnina og til baka í upphafsstað.
Gaman að því hvað margir mættu, konur eru að verða í meirihluta og það fer að verða hefð að hafa bandaríkjamenn með í ferð.  Núna komu með okkur kayak hjón hjá Boston sem kunnu sýnilega sitthvað fyrir sér í þessu sporti.  Lárus Wales veltumeistari byrjaði velting sem smitaði útfrá sér svo helmingur báta var á hvolfi og aðrir á réttum kili.
Þessi róður sem hófst um 10:30 var um 8km og lauk rétt fyrir tvö. Nokkrir bættu við kílómetrana með því að koma róandi annarsvegar úr Nauthólsvík og hinsvegar frá Álftanesi og til baka þurftu þeir líka að fara.
Myndir frá :