Hvammsvíkurmaraþonið er fastur liður í september ár hvert og og er haldið af Pétri í Hvammsvík. Maraþonið er lengsta og mest krefjandi keppni ársins, 40 km. og ráða úrslitin í  því  hvernig röðin í keppni til íslandsmeistara verður ef fleiri en einn keppandi er með sama stigafjölda fyrir maraþonið. það er því stundum mikil spenna í loftinu fyrir þessa keppni. Venjulega er róið frá Geldinganesinu upp í Hvammsvík í kjós, en mótshaldarar geta þó snúið henni við ef aðstæður krefjast þess. Eftir keppnina býður kayakbúðin svo öllum í heljarins grillveislu.

Keppnin er róin í þremur áföngum, 14,7 km, 13,5 km og 11,8 km  með tveimur skyldustoppum,  5min hvort. Fyrra stoppið er í sandfjörunni fyrir neðan svínabúið við Brautarholt, og seinna stopp er á Hvalfjarðareyri. Keppt er í karla og kvennaflokki og einnig hefur verið prófað að bjóða uppá liðakeppni við misjafnar undirtektir.

kort af leiðinni