Frá Sportbúðinni

04 apr 2007 12:28 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Frá Sportbúðinni
Gaman að heyra hvað hugurinn er mikill í ykkur, því verslun að þessu tagi er kayaksportinu afar mikilvæg. Ykkur er ávallt velkomið að tjá ykkur á korkinum og bera okkur fréttir, svo er sölusíðan að sjálfsögðu opinn allri sölustarfsemi sem snýr að kayökum og tilheyrandi búnaði.

Vonum svo að þessi verslun ykkar eigi bara eftir að stækka og væri nú gaman að sjá dót fyrir adrennalínfíklana líka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2007 04:12 #2 by Ólafur Vigfússon
Tilkynning til félaga í Kayakklúbbnum.

Ég leyfi mér hér með að ryðjast inn á spjallborð Kayakklúbbsins með litla tilkynningu.
Þann 2. mars sl. birtist hér póstur um að eigendaskipti hefðu orðið á Sportbúð Títan. Ég er sem sagt einn af nýjum eigendum verslunarinnar sem ber nú nafnið Sportbúðin.
Það er ekki rétt sem kemur fram í þessum þræði að til standi að kayakdeild Sportbúðarinnar verði óbreytt. Það á að blása til sóknar og blása í gamlar glæður deildarinnar.
Nú þegar er fyrsti gámurinn frá Prijon væntanlegur til okkar. Sjá má myndir og upplýsingar um þá kayaka sem í þessari sendingu eru á nýjum vef Sportbúðarinnar, sportbudin.is. Þá hafa verið gerðar enn stærri pantanir til viðbótar og reiknað er með gámi númer 2 í maí. Fyrstu NDK kayakarnir verða vonandi komnir í hús í lok apríl. Og að lokum má geta þess að einnig eru væntanlegar stórar sendingar af göllum, vestum og ýmsum aukabúnaði nú á næstu vikum.
Af þessu má vera ljóst að til stendur að setja mikinn kraft í að endurreisa kayakdeild Sportbúðarinnar svo hægt sé að þjónusta ykkur öll vel.

Ég lofa því hér og nú að misnota korkinn ykkar ekki aftur með svona auglýsingum en vegna þessara tímamóta Sportbúðarinnar og framangreindra ummæla bara varð ég :) .

Ég vil svo þakka öllum ykkar sem hafa heimsótt okkur síðustu vikur fyrir góð ráð og veitta aðstoð og ekki síst fyrir þolinmæðina við okkur nú þegar ýtt er úr vör.

Með kveðju,
Óli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum