Fréttabréfið 2007

07 mar 2007 01:06 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Fréttabréfið 2007
Fréttabréf Kayakklúbbsins hafa orðið flottari með hverju árinu , myndir og texti. Ég varð þess mjög var varðandi síðasta fréttabréf að lestur þess náði langt út fyrir raðir kayakfólks og það hjá hinu ólíklegasta fólki.
Það lofar góðu að Örlygur hefur fengið innblástur mikinn
:evil:
Kayakmenn og konur eru hvött til að senda ritnefnd efni
:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2007 03:30 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Fréttabréfið 2007
31. mars. Þetta er frestur á við meginþemu í snörpustu þjóðsögum 19. aldar þar sem djúpstæður sálar- og verkkvíði og tímaþröng kallast á með ógleymanlegum hætti, s.s. sagan af Gilitrutt og Kirkjusmiðnum á Reyni. Magnaðar sögur alveg og djúphugull mannskilningur þar á ferðinni í bland við tjáningu heimsmyndar á mörkum veruleika og ímyndunar.

Manni er því vart til setunnar boðið og tímabært að huga að framlagi til vors konunglega Fréttabréfs. Lét eina hugmynd fæðast með miklum hríðum síðdegis og set hana á blað milli vorjafndægurs og góuþræls, æruverðugri ritnefnd til heiðurs og afhendingar á réttum tíma.B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2007 21:14 #3 by Rúnar Pálmason
Fréttabréfið 2007 was created by Rúnar Pálmason
Ritstörf vegna Fréttabréfsins 2007 eru hafin og auglýsir ritnefndin hér með eftir aðsendu efni frá félögum í klúbbnum sem öðrum áhugamönnum um kayakróður.

Sendið okkur ferðasögur, reynslusögur og hvaðeina sem viðkemur þessari göfugu íþrótt - og látið myndir auðvitað fljóta með.

Almennur skilafrestur er til 31. mars.

Látið nú ljós ykkar skína og munið: Samkvæmt lestrarkönnun Capacent Gallup er Fréttabréf Kayakklúbbsins mest lesna fréttabréf kayakmanna á Íslandi!!!!!!!!!

Hinn grafíski hönnnuður ritnefndarinnar, Sveinbjörg Jónsdóttir, tekur við greinum og myndum. Netfangið hennar er svj@nyherji.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum