VINNUDAGUR GELDINGARNESI - LAUGARDAGINN 5. júni

06 jún 2021 21:21 - 06 jún 2021 21:48 #1 by Helga
Það var slatta afgangur af kótilettunum sem Guðni grillaði fagmannlega á vinnudeginum í gær - starfsmenn Gistiskýlisins tóku þakklátir við þeim og voru nokkuð vissir um að vistmenn þeirra yrðu sáttir við kótilettur í staðinn fyrir fisk í kvöldmatinn :) 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2021 21:00 #2 by bjarni1804
Heilt og sælt veri fólkið
Það mætti flottur hópur til að sinna viðhaldi í aðstöðunniokkar nú í morgun.  Mættir voru aðminnsta kosti 10 manns, sem gengu vel til verks allt til hádegis, að hætt var
og tekið til við kótelettuát næsta klukkutímann eða svo.  Mikið og margt var rætt undir átinu ogsannaðist þar að kayakræðurum er fátt óviðkomandi, sbr. athugasemdir um
fábreytni danskra sérhljóða.
Það, sem var á dagskrá var:
Skrapa, grunna og blettmála gámana.
Málunin kláraðistekki vegna léttrar úrkomu.  Ræst verðurút í það við gott tækifæri.
Skrapa og bræða pappa á þökin á gámunum, sem er farinn aðleka.
Það þurfti ekki aðsetja meiri pappa á þökin, en þétt við túður. Smotterí er eftir af sömu ástæðu og að ofan.  Klárað brátt.
Taka til í gámum klúbbbáta.
Gert.
Fara í gegnum búnað klúbbsins, galla og tilheyrandi.
Ekki gert.
Þrífa aðstöðugáma.
Gert, auk þess semÞorbergur dittaði að ýmsu rafmagnskyns, utan dagskrár.
Þrífa bátageymslu gáma.
Gert.
Moka og rífa grasið frá bekkjum og gámum, slétta meðhrífum framan við gáma. 
Gert.
Taka til á nærsvæði við aðstöðuna.
Gert.
Fara yfir opnun allra gáma.
Nokkuð gert núna, enannars hafa tveir valinkunnir félagar dundað við það undanfarið og orðið nokkuð
ágengt
Kallað verður út tilmálningar- og pappavinnu eitthvert góðviðriskvöldið.  Það verður bara einnar stundar verk.
Með fylgja nokkrarmyndir frá deginum.
Kv. BK
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2021 12:24 #3 by Guðni Páll
Kærar þakkir til þeirra sem mættu í Geldinganes á vinnudaginn okkar. Margt sem var gert og veðrið setti aðeins strik í reikninginn.
Talsverð málingarvinna er framundan og hvetjum við okkar félagsmenn að mæta þegar auglýst verður eftir aðstoð.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2021 14:03 #4 by bjarni1804
Gott fólk

Það er spáð fínu vinnuveðri fyrir hádegi á morgun, hiti 10-15 C, vindur þægilegur og skýjað svo ekki verður sólin til ama.
Komum sem flest, þá verðum við fljót að vinna.  Þetta er nú líka gott tækifæri fyrir klúbbfélaga til að hittast, bæði þá, sem róa meira sem hina, sem róa minna.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum (hef reyndar aldrei skilið þennan frasa) að Ingi kótelettukall er forfallaður svo að það verður enginn annar en formaðurinn sjálfur, sem mun grilla ofan í liðið. 

Kv.
  Nefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2021 09:08 #5 by Össur I
VINNUDAGUR GELDINGARNESI
LAUGARDAGINN 5. júni

(SUNNUDAGURINN TIL VARA EF VEÐRIÐ ER ÓHAGSTÆTT Á LAUGARDEGINUM) 
 
Verkefnalisti dagsins er eins og hann hefur verið síðustur ár hjá okkur:
 
1)     Skrapa, grunna og blettmálagámana
Fara á alla gáma með karbonsköfurnar ogslípa, rispa burtu allt ryð eins
og unnt er. Grunna með fljótþornandi ætigrunni og lakka yfir með gráa
litum okkar.
2)     Skrapa og bræða svo pappa á þökin á gámunum sem er farinn að leka.
Hér þarf að losa um allt laust, ryð og málningu, svo heilsjóðum við pappa á þakið. 
Fara yfir hvað er búið og halda áfram ef þarf.
3)     Taka til í klúbbbátagámum
Fara í gegnum dótið, raða og koma þessusnyrtilega fyrir
4)     Fara í gegnum búnaðklúbbsins, galla og tilheyrandi
Tryggja að græjurnar séu í góðuástandi og hengja upp.  Henda því sem erorðinn ónýtt.
5)     Þrífa aðstöðugámana
Taka til og sópa út og raða dóti  (vonandiverður búið að spúla út áður)
6)     Bátageymslugámar.
Taka báta út eftir þörfum og sópa vel sandi útúr öllum gámum.
7)     Moka rífa grasið frábekkjunum/gámunum slétta með hrífum framan við gáma. 
(gera snyrtilegt með hrífum og skóflum)
8)     Fara yfir opnun allra gáma:
Smyrja lamir og lása á öllum gámunum (þettagerist í restina þegar búið er að mála sem)
9)  Taka til á nærsvæði við aðstöðuna,
tína rusl og hreinsa til, taka saman þangiðsem er á víð og dreif um allt og safna sama í haug (fáum svo hverfastöðina til
að taka þettað fyrir okkur)
 
Það sem má taka með sér er.
Sporjárn, sköfur, malarhrífur, skóflur, kerru og jeppa, þá getum við náð í smá möl/sand í fjörukambinn og sett kringum pallinn og snyrt
og svo væri el þegið að fara ruslaferð í restina.   Borvél, sög, og sleggju til að smíða rekka inn í nýja gáminn.

Annað sem mönnum dettur í hug og einnig það mikilvægasta góða skapið.
 
 
- - - - - - - - - -  ÞAÐ SKIPTIR MÁLI AÐ ÞÚ MÆTIR  - - - - - - - - - -
Grill í lok dags, (kl 13:00)  Vona að grillmeistarinn okkar

Ágúst Ingi sér um að kitla bragðlaukana með sinni alkunnu snilld


kv Húsnæðisnefnd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum