Næturróðrar 2020

20 sep 2020 19:46 #1 by Orsi
Næturróðrar 2020 was created by Orsi
Næturróðrasería haust 2020 er tilbúin og samanstendur af þremur róðrum í eyju með viðlegudót. 4 vikur eru í fyrsta róðurinn og ber upp á fyrsta vetrardag. Stórkostlegt.

Þetta er 13. næturróðrarserían en þær hafa verið fastur liður í starfsemi klúbbsins frá árinu 2014. Gáum að því.

Allar dagsetningar eru í dagatalinu.

Hinsvegar bætist við einn róður án gistingar miðvkvöldið 21. okt. Þá er mæting kl. 21 í Gnesið og reynt að krækja í 10 km á sundunum. Þeir sem ekki hafa prófað næturróður ættu að mæta í hann þennan. Og salla niður hina þrjá í kjölfarið.

Allir ættu því að hafa svigrúm fram að fyrsta róðri til að ná sér í helstu græjur, þ.e. nothæft róðrarljós á vestið og endurskinsmerki, auk höfuðljóss.

Í þessum róðrum verður farið yfir gagnleg atriði varðandi rötun, samskipti og bátameðhöndlun í myrkri. 

Og öll dagskráin er háð skilyrðum sóttvarna á hverjum tíma og veðri. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum