Félagsróður 19.9.2020

19 sep 2020 17:12 - 19 sep 2020 21:23 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 19.9.2020
Það mættu fimm félagar í róður, og  Bjarni í  húsnæðisnefndinni var að störfum.  Aðstaðan er öll að koma til, takk kæru félagar sem hafið unnið að þessum breytingum.

Undirritaður, Sveinn Muller, Helga, Páll R og Rad rérum Geldinganeshring í 11 m/s og 20 m/s hviðum.  Einstaklega skemmtilegar aðstæður í hefðbundnu haust veðri.
Ætli þetta hafi verið síðasti félagsróðurinn næstu vikurnar vegna komandi Covid  samkomubanns??

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 sep 2020 20:47 #2 by Guðni Páll
Sæl öll

Undirritaður kemst ekki á morgun eins og skipurit segir til um og vonandi tekur einhver stjórnina á pallinum og sér til þess að félagsaðstaða sé ekki notuð og covid takmarkanir séu virtar.
Veðurspá er 10-14 S/V og rigning. gæti því orðið strembið ef fólk vill. Góða skemmtun.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum