Borvélablús

31 ágú 2020 23:22 #1 by bjarni1804
Borvélablús was created by bjarni1804
Gott fólk.

Í síðustu viku skildi ég mína fínu og fagurgulu Stanley Fatmax borvél eftir í nýja gámnum, ásamt öðru dóti, til að nota daginn eftir við að gera hann
kláran.  En vitiði hvað, um morguninn var vélin farin, því einhvern hefur vantað slíkt verkfæri, líklega um stundarsakir.  Mikið væri nú gott ef vélinni væri skilað, því ég var líka að nota hana við girðingarvinnu heima, meira að segja beggja megin húss.  En ef þessi nýji notandi vill hafa vélina eitthvað áfram væri ráð að hafa samband við mig til að fá hleðslutækið og hina rafhlöðuna.  Það eykur nokkuð notagildi þeirra fagurgulu.
 
Kv.
  Bjarni Kr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum