Kajaknámskeið sett í biðstöðu

25 mar 2020 21:25 - 25 mar 2020 21:28 #1 by Gíslihf
Námskeið Kajakskólans falla niður eða frestast um óákveðinn tíma.

Enda þótt auðvelt sé að halda aðskilnaði og hreinlæti fyrir litla hópa,  þegar Covid veiran hoppar milli fólks, þá er einn mikilvægsti þátturinn fyrir öryggi byrjenda, að kynna og æfa félagabjörgun. Þá ekki mikið lengra milli fólks en þegar heilsast er með faðmlagi.
Annar þáttur er að fæstir byrjendur eiga þurrgalla og fá þá lánaða á námskeiðum. Erfitt er að sótthreinsa þröng hálsmál sem dregin eru yfir höfuð, svo að öruggt sé miðað við þær aðstæður sem nú eru.

Ef landsmenn halda sig á landinu góða í sumar má vænta aukinnar eftirspurnar þegar ástandið batnar og þá gæti orðið fullt af fólki, sem vildi prófa kajaksportið.

Þetta er þó erfitt að spá um og við verðum bara að bíða og sjá hver þróunin verður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum